Enski boltinn

Manchester City ekki í nokkrum vandræðum með Bournemouth

Sergio Aguero skoraði eitt mark í 4-0 sigri Man. City á Bournemouth í dag.
Sergio Aguero skoraði eitt mark í 4-0 sigri Man. City á Bournemouth í dag. Vísir/Getty
Manchester City hafði tapað fjórum af síðustu sex deildarleikjum sínum áður en kom að leik liðsins gegn Bournemouth í dag og hefur ekki skorað í þremur af síðustu fjórum leikjum. Leikmenn City voru hins vegar ekki í neinum vandræðum með að leggja heimamenn að velli en lokatölur urðu 4-0 fyrir Manchester City.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi því City var komið í 3-0 eftir 19 mínútna leik. Fyrsta markið skoraði Fernando, það næsta skoraði Kevin de Bruyne og það þriðja skoraði markahrókurinn Sergio Aguero.

Þar með voru úrslitin ráðin en fjórða og síðasta markið skoraði serbneski bakvörðurinn Aleksandar Kolarov á 90. mínútu.

Manchester City náði þar með þriggja stiga forystu á West Ham sem náði aðeins jafntefli gegn Crystal Palace á heimavelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×