Enski boltinn

Hvarf niður i holu í miðjum fótboltaleik | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Junior Hoilett hafði ekki heppnina með sér.
Junior Hoilett hafði ekki heppnina með sér. Vísir/Getty
Það er oft þröngt um fótboltavellina í Englandi og Loftus Road, heimavöllur Queens Park Rangers, er þar enginn undantekning.  

Junior Hoilett, leikmaður Queens Park Rangers, fékk að kynnast þröngum kosti myndatökumannsins á leik QPR og Middlesbrough í leik liðanna í ensku b-deildinni.

Junior Hoilett reyndi að koma boltanum fyrir markið en hugði ekki að sér og hvarf hreinlega ofan í holu myndatökumannsins.

Fórn Junior Hoilett skilaði heldur engu því þótt að hann hafi í raun gefið stoðsendingu á Seb Polter því markið var dæmt af af því að boltann fór aftur fyrir endalínu áður en Hoilett kom honum fyrir markið.

Það var því tvöfalt svekkelsi hjá Junior Hoilett sem passar sig örugglega betur á holunni þegar hann verður næst á svipuðum slóðum.

Það er hægt að sjá þetta fyndna atvik í myndbandinu hér fyrir neðan.

Hvarf niður i holu í miðjum fótboltaleik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×