Enski boltinn

Wenger óánægður með ummæli Mesut Özil

Mesut Özil lét hafa eftir sér að Arsenal væri búið að klúðra möguleikanum á að vinna deildina. Wenger var ekki sáttur.
Mesut Özil lét hafa eftir sér að Arsenal væri búið að klúðra möguleikanum á að vinna deildina. Wenger var ekki sáttur. vísir/getty
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, lét hafa eftir sér í vikunni að Arsenal hafi eyðilagt möguleika sína á að vinna ensku úrvalsdeildina. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki ánægður með ummælin hjá Özil.

"Ég er sammála því að þessi ummæli voru óviðeigandi. Alveg sama hve lítinn möguleika við eigum, þá verðum við að halda í þá von að við getum unnið," segir Wenger og bætti við að hann myndi ræða þetta við Özil.

"Við munum auðvitað ræða þetta. Það versta í lífinu er að hafa enga trú. Þú verður að sjá til þess að þú leggir þig allan fram og sætta þig svo við ef einhver er betri en þú," segir Wenger.

Þrír sigrar í síðustu tíu úrvalsdeildarleikjum hafa skilið Arsenal eftir ellefu stigum á eftir Leicester, sem situr á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×