Enski boltinn

Shaw mætti á æfingu í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shaw er hann fótbrotnaði í september.
Shaw er hann fótbrotnaði í september. vísir/getty
Það eru sjö mánuðir síðan bakvörður Man. Utd, Luke Shaw, fótbrotnaði mjög illa en hann er byrjaður að æfa á nýjan leik.

Það var í leik gegn PSV í september sem Shaw tvífótbrotnaði. Þá átti enginn von á því að sjá hann á æfingasvæðinu fyrr en eftir sumarið.

Shaw æfði aftur á móti lítillega í dag og dreymir enn um að komast í enska landsliðið fyrir EM í sumar. Landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson hefur ekki enn afskrifað Shaw.

Shaw hefur til 12. maí að sanna sig en Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, segir að Shaw muni ekki spila fyrir EM.

Þetta kemur allt í ljós á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×