Enski boltinn

Ein fyrstu kaup Mourinho sem stjóri United verður kólumbískur miðvörður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jeison Murillo er að spila vel á Ítalíu.
Jeison Murillo er að spila vel á Ítalíu. vísir/getty
José Mourinho, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, Real Madrid og Inter, er fyrir löngu byrjaður að leggja drög að fyrstu starfsdögum sínum sem stjóri Manchester United en fastlega er búist við að hann taki við í sumar.

Ein fyrstu kaup Portúgalans á Old Trafford verður miðvörðurinn Jeison Murillo, kólumbískur landsliðsmaðurinn sem leikmaður Inter í Seríu A.

Murillo er 23 ára gamall landsliðsmaður Kólumbíu sem kom til ítalska risans síðasta sumar en hefur spilað mjög vel. Hann kom fyrst til Evrópu árið 2010 og gekk þá í raðir Udinese.

Samkvæmt frétt ítalska íþróttablaðsins Gazzetta dello Sport mun Mourinho skipa stjórn Manchester United að heimila 28 milljóna punda kaup félagsins á Kólumbíumanninum.

Murillo hefur spilað 27 leiki fyrir Inter á yfirstandandi leiktíð en hann var á láni hjá Granada í fyrra eftir að festast í hringekju Pozzo-fjölskyldunnar sem á Udinese, Granada og Watford.

Inter borgaði í heildina sjö milljónir punda fyrir leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×