Enski boltinn

Leikmaður Leeds dæmdur í átta leikja bann fyrir að bíta mótherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Souleymane Doukara.
Souleymane Doukara. Vísir/Getty
Franski framherjinn Souleymane Doukara hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir skammarlega hegðun sína í leik með B-deildarliði Leeds á dögunum.

Souleymane Doukara var dæmdur fyrir að bíta mótherja í leik Leeds og Fulham á Elland Road í febrúarmánuði.

Doukara beit þá Fernando Amorebieta, varnarmann Fulham, en hann fékk gula spjaldið fyrir frá dómara leiksins. Amorebieta neitaði sök þegar aganefnd enska sambandsins tók málið fyrir en það kom ekki í veg fyrir langt bann.

Enska sambandið tók málið fyrir og ákvað að dæma hann í átta leikja bann og sekta hann auk þess um 5 þúsund pund eða tæplega 900 þúsund íslenskar krónur.

Doukara fékk einnig viðvörun um að það verður tekið hart á því ef hann gerist aftur sekur um viðlíka hegðun.

Leeds á bara eftir níu leiki á tímabilinu. Félagið sagði í yfirlýsingu að menn þar á bæ væru vonsviknir með útkomuna og lengd bannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×