Enski boltinn

Firmino meiddur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino í baráttuni við Varela í leiknum á fimmtudag.
Firmino í baráttuni við Varela í leiknum á fimmtudag. vísir/getty
Roberto Firmino, Brasilíumaðurinn í liði Liverpool, mun líklega missa af leik Liverpool og Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem hann hefur dregið sig úr brasilíska landsliðshópnum.

Brasilíska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að Firmino hafi fengið högg og muni því ekki spila með Brössum gegn Úrúgvæ og Paragvæ í landsleikjahléinu.

Því mun Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og lærisveinar hans vera án leikmanns sem hefur skorað átta mörk á árinu 2016 og verið funheitur fyrir Þjóðverjann.

Firmino spilaði í 85 mínútur á fimmtudaginn þegar Liverpool sló Manchester United úr Evrópudeildinni, en Christian Benteke kom inn á í hans stað. Hann hefur líklega meiðst lítillega þar.

Leikur Southampton og Liverpool hefst klukkan 13.30 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.


Tengdar fréttir

Liverpool mætir Dortmund í átta liða úrslitunum

Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund þegar dregið var í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×