Enski boltinn

Garde verður líklega rekinn í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það kom mörgum á óvart er Garde var ráðinntil Villa  en það kemur færri á óvart að hann verði rekinn.
Það kom mörgum á óvart er Garde var ráðinntil Villa en það kemur færri á óvart að hann verði rekinn. vísir/getty
Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Frakkinn Remi Garde sé á förum frá Aston Villa.

Þeir segja að Garde verði rekinn frá Villa í dag og í síðasta lagi á morgun.

Stjórnarmenn Villa eru þegar farnir að huga að lífinu í ensku B-deildinni og Garde er ekki inn í plönum þeirra. Villa situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar og er 12 stigum frá öruggu sæti. Þetta er nánast búið spil hjá liðinu.

Garde tók við liðinu í nóvember síðastliðnum og hefur aðeins tekist að stýra liðinu til sigurs í tveim leikjum.

Nigel Pearson, fyrrum stjóri Leicester, er sagður vera efstur á óskalista Villa yfir arftaka Garde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×