Fátækleg frammistaða Manchester City á móti efstu liðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2016 17:00 Sergio Aguero hjá Manchester City hefur skorað 3 af 7 mörkum liðsins á móti efstu sex liðum deildarinnar. Vísir/Getty Manchester City stimplaði sig endanlega út úr titilbaráttunni í gær með tapi á heimavelli á móti nágrönnum sínum í Manchester. Lærisveinar Manuel Pellegrini hafa enn ekki náð að vinna leik á móti einu af efstu liðum deildarinnar og nú er ekki bara titilinn farinn heldur er Meistaradeildarsætið í hættu með sama áframhaldi. Manchester City er nú með 51 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimmtán stigum minna en topplið Leicester en aðeins einu stigi meira en West Ham og Manchester United sem eru sem stendur í 5. og 6. sæti. Fjögur efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og því er útlit fyrir harða baráttu hjá City um að halda sér inn í bestu fótboltadeild í heimi. Manchester City hefur nú þegar spilað alls níu leiki á móti liðunum sem eru með þeim í efstu sex sætunum en það eru lið Leicester City, Tottenham, Arsenal, West Ham og Manchester United. Uppskera City-liðsins í þessum níu leikjum eru aðeins þrjú stig og enginn einasti sigur. Liðið hefur tapað 6 af þessum 9 leikjum og markatalan er 9 mörk í mínus, 7-16. Það er einkum heimavöllurinn sem hefur skilað litlu í þessum leikjum enda er City-liðið búið að tapa heimaleikjum sínum á móti Leicester (1-3), Tottenham (1-2), West Ham (1-2) og Manchester United (0-1). Það þýðir núll stig á heimavelli á móti bestu liðum deildarinnar. Manchester City menn hafa aftur á móti unnið 15 af 21 leik sínum á móti liðunum í 7. til 20. sæti og í þeim leikjum hefur liðið náð í 76 prósent stiga í boði (48 af 63). Einu tapleikirnir hafa verið á móti Liverpool (2) og Stoke (1).Leikir Manchester City á móti liðum inn á topp 6: 19. september: 1-2 tap á móti West Ham (heima) 26. september: 1-4 tap á móti Tottenham 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester United 21. desember: 1-2 tap á móti Arsenal 29. desember: 0-0 jafntefli við Leicester City 23. janúar: 2-2 jafntefli við West Ham 6. febrúar: 1-3 tap á móti Leicester City (heima) 14. febrúar: 1-2 tap á móti Tottenham (heima) 20. mars: 0-1 tap á móti Manchester United (heima)Samanlagt: 0 sigar, 3 jafntefli, 6 töpHeima: 0 sigar, 4 töpÚti: 0 sigar, 3 jafntefli, 2 töp Enski boltinn Tengdar fréttir Hart og Sterling frá í mánuð Leikur Man. City og Man. Utd var dýr fyrir lið City á margan hátt. 21. mars 2016 10:15 Rashford hetjan í grannaslagnum | Sjáðu markið Hinn átján ára gamli Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en United vann 0-1 sigur á Etihad. 20. mars 2016 18:00 „Ein versta frammistaða sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni“ Martin Demichelis fékk að heyra það eftir borgarslaginn þar sem Marcus Rashford reyndist hetja United. 20. mars 2016 22:24 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Manchester City stimplaði sig endanlega út úr titilbaráttunni í gær með tapi á heimavelli á móti nágrönnum sínum í Manchester. Lærisveinar Manuel Pellegrini hafa enn ekki náð að vinna leik á móti einu af efstu liðum deildarinnar og nú er ekki bara titilinn farinn heldur er Meistaradeildarsætið í hættu með sama áframhaldi. Manchester City er nú með 51 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimmtán stigum minna en topplið Leicester en aðeins einu stigi meira en West Ham og Manchester United sem eru sem stendur í 5. og 6. sæti. Fjögur efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og því er útlit fyrir harða baráttu hjá City um að halda sér inn í bestu fótboltadeild í heimi. Manchester City hefur nú þegar spilað alls níu leiki á móti liðunum sem eru með þeim í efstu sex sætunum en það eru lið Leicester City, Tottenham, Arsenal, West Ham og Manchester United. Uppskera City-liðsins í þessum níu leikjum eru aðeins þrjú stig og enginn einasti sigur. Liðið hefur tapað 6 af þessum 9 leikjum og markatalan er 9 mörk í mínus, 7-16. Það er einkum heimavöllurinn sem hefur skilað litlu í þessum leikjum enda er City-liðið búið að tapa heimaleikjum sínum á móti Leicester (1-3), Tottenham (1-2), West Ham (1-2) og Manchester United (0-1). Það þýðir núll stig á heimavelli á móti bestu liðum deildarinnar. Manchester City menn hafa aftur á móti unnið 15 af 21 leik sínum á móti liðunum í 7. til 20. sæti og í þeim leikjum hefur liðið náð í 76 prósent stiga í boði (48 af 63). Einu tapleikirnir hafa verið á móti Liverpool (2) og Stoke (1).Leikir Manchester City á móti liðum inn á topp 6: 19. september: 1-2 tap á móti West Ham (heima) 26. september: 1-4 tap á móti Tottenham 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester United 21. desember: 1-2 tap á móti Arsenal 29. desember: 0-0 jafntefli við Leicester City 23. janúar: 2-2 jafntefli við West Ham 6. febrúar: 1-3 tap á móti Leicester City (heima) 14. febrúar: 1-2 tap á móti Tottenham (heima) 20. mars: 0-1 tap á móti Manchester United (heima)Samanlagt: 0 sigar, 3 jafntefli, 6 töpHeima: 0 sigar, 4 töpÚti: 0 sigar, 3 jafntefli, 2 töp
Enski boltinn Tengdar fréttir Hart og Sterling frá í mánuð Leikur Man. City og Man. Utd var dýr fyrir lið City á margan hátt. 21. mars 2016 10:15 Rashford hetjan í grannaslagnum | Sjáðu markið Hinn átján ára gamli Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en United vann 0-1 sigur á Etihad. 20. mars 2016 18:00 „Ein versta frammistaða sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni“ Martin Demichelis fékk að heyra það eftir borgarslaginn þar sem Marcus Rashford reyndist hetja United. 20. mars 2016 22:24 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Hart og Sterling frá í mánuð Leikur Man. City og Man. Utd var dýr fyrir lið City á margan hátt. 21. mars 2016 10:15
Rashford hetjan í grannaslagnum | Sjáðu markið Hinn átján ára gamli Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en United vann 0-1 sigur á Etihad. 20. mars 2016 18:00
„Ein versta frammistaða sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni“ Martin Demichelis fékk að heyra það eftir borgarslaginn þar sem Marcus Rashford reyndist hetja United. 20. mars 2016 22:24