Enski boltinn

Stuðningsmenn Man. City mótmæla háu miðaverði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort þessi ágæti maður mæti á næsta leik?
Spurning hvort þessi ágæti maður mæti á næsta leik? vísir/getty
Stuðningsmenn Man. City eru allt annað en ánægðir með stjórnarmenn félagsins sem þeir saka um græðgi.

Búið er að hækka miðaverðið á leik City gegn PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Miðar á leikinn munu kosta frá 8.000 krónum upp í 11.000 kr. Dýrustu miðarnir á heimaleik liðsins í 16-liða úrslitunum kostuðu 7.200 kr.

Hópur stuðningsmanna er nú að skipuleggja mótmæli sem munu felast í því að þeir ætla sér að yfirgefa völlinn á einhverjum tímapunkti í næsta leik félagsins.

Stuðningsmenn City hafa lengi kvartað yfir of háu miðaverði en á þá hefur ekki verið hlustað. Árið 2014 kom upp sú staða í Meistaradeildinni að það voru mörg þúsund miðar á lausu.

Þá greip félagið til þess ráðs að selja tvo miða á verði eins í von um að mætingin yrði ekki vandræðalega léleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×