Kærleikur myndast á milli ókunnugra Birta Björnsdóttir skrifar 22. mars 2016 20:03 Íslendingar sem búsettir eru í Brussel segja borgarbúa hafa haldið ró sinni í kjölfar voðaverkanna í dag. Mikilvægt sé að atburðir dagsins verði ekki vatn á myllu þeirra sem vilji sporna gegn komu flóttamanna til Evrópu, segir Lára Jónasdóttir hjá Læknum án landamæra í Brussel. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu eru engar vísbendingar um að Íslendingar hafi verið meðal þeirra sem slösuðust eða létu lífið í Brussel fyrr í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur hvatt alla íslenska ríkisborgara þar í borg til að hafa samband við ættinga sína. Einnig hefur fólk verið kvatt til að nota samskiptamiðla til að láta vita af sér. Þeir Íslendingar sem búsettir eru í Brussel og fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að borgarbúar hefðu haldið ró sinni í kjölfar voðaverkanna. „Fólki er auðvitað brugðið en það halda allir ró sinni finnst mér,“ segir Inga Helga Jónsdóttir, lögfræðingur hjá ESA / Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. „Það er búið að gefa grænt ljós á að fólk fari á milli staða. Fólk má sækja börnin sín í leikskóla og fara óhindrað leiðar sinnar. En fólk er samt hvatt til að vera á varðbergi. Vonandi á fólk áfram eftir að gera það sem það er vant að gera. Annars hafa þessir hræðilegu menn sem standa á bakvið þetta unnið ansi stóran sigur ef fólk ætlar að fara að breyta venjum sínum eftir daginn í dag.“ Undir þetta tekur Lára Jónasdóttir, starfsmaður Lækna án landamæra í Brussel. Hún segist óttast að atburðir dagsins verði vatn á myllu þeirra sem vilji sporna gegn komu flóttamanna til Evrópu. Nú skipti máli að standa saman. „Og vera ennþá sterkari og sýna öllum íbúum jarðarinnar samhug,“ segir Lára. „Við erum vön að vinna á átakasvæðum. Fólkið sem ég vinn með er vant að vera í Afghanistan og Kongó til dæmis en það er öðruvísi þegar svona hlutir gerast á svæði sem þessu. Við áttum engan vegin von á þessu. Ég var líka í Osló árið 2011 og ég finn fyrir sömu tilfinningum. Það eru allir mjög meðvitaðir um fjölskyldu sína og vini. Það myndast vinátta á milli allra í húsinu og maður talar við fólk sem maður hefur aldrei talað við áður. Allir spyrja fregna af ættingjum hvors annars og svo framvegis. Það myndast ákveðinn kærleikur á milli ókunnugra." Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Tengdar fréttir Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Íslendingar sem búsettir eru í Brussel segja borgarbúa hafa haldið ró sinni í kjölfar voðaverkanna í dag. Mikilvægt sé að atburðir dagsins verði ekki vatn á myllu þeirra sem vilji sporna gegn komu flóttamanna til Evrópu, segir Lára Jónasdóttir hjá Læknum án landamæra í Brussel. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu eru engar vísbendingar um að Íslendingar hafi verið meðal þeirra sem slösuðust eða létu lífið í Brussel fyrr í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur hvatt alla íslenska ríkisborgara þar í borg til að hafa samband við ættinga sína. Einnig hefur fólk verið kvatt til að nota samskiptamiðla til að láta vita af sér. Þeir Íslendingar sem búsettir eru í Brussel og fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að borgarbúar hefðu haldið ró sinni í kjölfar voðaverkanna. „Fólki er auðvitað brugðið en það halda allir ró sinni finnst mér,“ segir Inga Helga Jónsdóttir, lögfræðingur hjá ESA / Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. „Það er búið að gefa grænt ljós á að fólk fari á milli staða. Fólk má sækja börnin sín í leikskóla og fara óhindrað leiðar sinnar. En fólk er samt hvatt til að vera á varðbergi. Vonandi á fólk áfram eftir að gera það sem það er vant að gera. Annars hafa þessir hræðilegu menn sem standa á bakvið þetta unnið ansi stóran sigur ef fólk ætlar að fara að breyta venjum sínum eftir daginn í dag.“ Undir þetta tekur Lára Jónasdóttir, starfsmaður Lækna án landamæra í Brussel. Hún segist óttast að atburðir dagsins verði vatn á myllu þeirra sem vilji sporna gegn komu flóttamanna til Evrópu. Nú skipti máli að standa saman. „Og vera ennþá sterkari og sýna öllum íbúum jarðarinnar samhug,“ segir Lára. „Við erum vön að vinna á átakasvæðum. Fólkið sem ég vinn með er vant að vera í Afghanistan og Kongó til dæmis en það er öðruvísi þegar svona hlutir gerast á svæði sem þessu. Við áttum engan vegin von á þessu. Ég var líka í Osló árið 2011 og ég finn fyrir sömu tilfinningum. Það eru allir mjög meðvitaðir um fjölskyldu sína og vini. Það myndast vinátta á milli allra í húsinu og maður talar við fólk sem maður hefur aldrei talað við áður. Allir spyrja fregna af ættingjum hvors annars og svo framvegis. Það myndast ákveðinn kærleikur á milli ókunnugra." Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins.
Tengdar fréttir Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22