Enski boltinn

Manchester-slagur í Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort Rashford skori líka gegn City í Kína?
Spurning hvort Rashford skori líka gegn City í Kína? vísir/getty
Það var staðfest í dag að fyrsta viðureign Man. Utd og Man. City utan Englands fer fram næsta sumar.

Þá munu liðin mætast á alþjóðlegu móti í Kína. Leikur liðanna mun fara fram í Fuglahreiðrinu í Peking þar sem Ólympíuleikarnir fóru fram árið 2008.

Leikurinn fer fram seint í júlí en Dortmund mun einnig taka þátt í þessu móti.

Manchester-liðin mættust síðast um síðustu helgi og þá vann Man. Utd 1-0 með marki frá Marcus Rashford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×