Enski boltinn

Benteke gagnrýnir Klopp: Við erum ekki Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benteke fær hér orð í eyra frá Klopp.
Benteke fær hér orð í eyra frá Klopp. Vísir/Getty
Christian Benteke veitti athyglisvert viðtal í belgískum fjölmiðli í dag en þar segist hann vera hunsaður af knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp.

Benteke kom til Liverpool í sumar frá Aston Villa og hefur skorað alls átta mörk í 35 leikjum. En hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í fimm skipti af sextán síðan í lok september.

Jürgen Klopp, sem virðist treysta þeim Daniel Sturridge og Divock Origi betur en Benteke, vildi að sögn Benteke fá hann til Dortmund þegar sá þýski var við stjórnvölinn þar.

„Svo erum við stuttu síðar hjá sama félaginu og þá er erfitt að skilja af hvejru hann hunsar mann,“ sagði Benteke í viðtalinu.

Klopp lætur leikmenn Liverpool pressa andstæðinga sína mikið í leikjunum og sá leikstíll er sagður henta Benteke illa.

„Ég skil það ekki. Ég skil ekki af hverju fólk segir það. Ég get pressað og hreyft mig mikið. Það er ekki eins og að við spilum sama leikstíl og Barcelona.“

„Hann vildi ekki missa mig í janúar og ég vil ná árangri með Liverpool. Ég ætla að sjá til í lok tímabilsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×