Enski boltinn

Begovic ósáttur með dvölina hjá Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Asmir Begovic.
Asmir Begovic. Vísir/Getty
Markvörðurinn Asmir Begovic segir að tími hans hjá Chelsea hafi ekki farið eins og hann hafði gert ráð fyrir.

Þessi 28 ára markvörður yfirgaf Stoke síðasta sumar og gekk í raðir Chelsea. Aðalmarkvörður liðsins er aftur á móti Belginn Thibaut Courtois og hefur Begovic ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu.

Begovic kom aftur á móti inn í liðið þegar Courtois meiddist á tímabilinu en er aftur kominn á bekkinn.

„Mig langaði í nýja áskorun og þess vegna gekk ég í raðir Chelsea,“ segir Begovic.

„Ég ræddi við stjórann og hélt að ég vissi nákvæmlega hvað ég var að fara út í. Hlutirnir hafa aftur á móti ekki þróast eins og ég gerði ráð fyrir,“ segir svekktur Begovic sem var í fimm ár hjá Stoke áður en hann gekk til liðs við Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×