Börkur sætti harðræði á Hrauninu Snærós Sindradóttir skrifar 24. mars 2016 07:00 Börkur Birgisson var í gær sýknaður af því að hafa valdið dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. vísir/GVA „Það verður að segjast alveg eins og er að það er búið að fara mjög illa með minn skjólstæðing í fangelsi,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Börkur var í gær sýknaður, ásamt Annþóri Karlssyni, af ákæru um líkamsárás sem á að hafa leitt Sigurð Hólm Sigurðsson til dauða í fangaklefa hans á Litla-Hrauni. Sveinn telur málatilbúnað ákæruvaldsins litaðan af því að Börkur og Annþór eru alræmdir og hafa hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot áður. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það hefur litað málið hverjir þeir eru. En þeir fengu réttlætinu fullnægt. Dómararnir fengu öll gögn til að meta þetta hlutlægt og þetta er niðurstaðan, alveg í samræmi við þau gögn sem voru í málinu.“ Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Fréttablaðið/Pjetur Sveinn segir að komið hafi verið illa fram við Börk á meðan fangelsisvist hans hefur staðið. „Þegar hann hefur verið að fá heimsóknir frá móður sinni og ungum syni hefur hann verið látinn berhátta sig í hvert sinn og á honum leitað innanklæða án snertingar, án þess að nokkur þörf sé á því. Þetta er handahófskennd aðgerð í fangelsi en þessu þurfti hann að sæta mánuðum saman. Þegar ég komst að þessu þurfti ég að bregðast við svo þessu yrði hætt.“ Þá hafi verið leitað á Berki í tengslum við réttarhöldin. „Þegar hann var hér í réttarhléi og þurfti að fara á Hraunið í hádegismat var hann látinn berhátta sig og leitað á honum innanklæða. Til hvers? Hver átti að hafa borið nokkuð í hann? Fyrir utan að hann er ekki á fíkniefnum.“ Sveinn kom að málinu þegar það var á leið til aðalmeðferðar. Hann segir að þá hafi vantað gögn í málið sem ekki þóttu skipta máli, þar á meðal rýmis- og símahlustun og 22?skýrslur vitna. „Öll gögn skipta máli, sama hversu ómerkileg þau eru. Ef rýmishlustun og símahlustun segja ekkert þá er verið að segja okkur að þeir voru ekki að tala sig saman um neitt sem sneri að málinu.“ Fjölskipaður héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að þó líklegt væri að rifið milta Sigurðar Hólm hafi dregið hann til dauða, og orðið vegna ytri áverka, hafi ekki tekist að sanna að Börkur og Annþór hafi þar verið að verki. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari í málinu, segir að lagst verði yfir málið eftir páska og tekin ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mál Annþórs og Barkar Fangelsismál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Það verður að segjast alveg eins og er að það er búið að fara mjög illa með minn skjólstæðing í fangelsi,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Börkur var í gær sýknaður, ásamt Annþóri Karlssyni, af ákæru um líkamsárás sem á að hafa leitt Sigurð Hólm Sigurðsson til dauða í fangaklefa hans á Litla-Hrauni. Sveinn telur málatilbúnað ákæruvaldsins litaðan af því að Börkur og Annþór eru alræmdir og hafa hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot áður. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það hefur litað málið hverjir þeir eru. En þeir fengu réttlætinu fullnægt. Dómararnir fengu öll gögn til að meta þetta hlutlægt og þetta er niðurstaðan, alveg í samræmi við þau gögn sem voru í málinu.“ Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Fréttablaðið/Pjetur Sveinn segir að komið hafi verið illa fram við Börk á meðan fangelsisvist hans hefur staðið. „Þegar hann hefur verið að fá heimsóknir frá móður sinni og ungum syni hefur hann verið látinn berhátta sig í hvert sinn og á honum leitað innanklæða án snertingar, án þess að nokkur þörf sé á því. Þetta er handahófskennd aðgerð í fangelsi en þessu þurfti hann að sæta mánuðum saman. Þegar ég komst að þessu þurfti ég að bregðast við svo þessu yrði hætt.“ Þá hafi verið leitað á Berki í tengslum við réttarhöldin. „Þegar hann var hér í réttarhléi og þurfti að fara á Hraunið í hádegismat var hann látinn berhátta sig og leitað á honum innanklæða. Til hvers? Hver átti að hafa borið nokkuð í hann? Fyrir utan að hann er ekki á fíkniefnum.“ Sveinn kom að málinu þegar það var á leið til aðalmeðferðar. Hann segir að þá hafi vantað gögn í málið sem ekki þóttu skipta máli, þar á meðal rýmis- og símahlustun og 22?skýrslur vitna. „Öll gögn skipta máli, sama hversu ómerkileg þau eru. Ef rýmishlustun og símahlustun segja ekkert þá er verið að segja okkur að þeir voru ekki að tala sig saman um neitt sem sneri að málinu.“ Fjölskipaður héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að þó líklegt væri að rifið milta Sigurðar Hólm hafi dregið hann til dauða, og orðið vegna ytri áverka, hafi ekki tekist að sanna að Börkur og Annþór hafi þar verið að verki. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari í málinu, segir að lagst verði yfir málið eftir páska og tekin ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mál Annþórs og Barkar Fangelsismál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira