Enski boltinn

Jamie Vardy á leiðinni á hvíta tjaldið í Hollywood

Stefán Árni Pálsson skrifar
Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru mennirnir á bakvið velgengni Leicester.
Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru mennirnir á bakvið velgengni Leicester. vísir/getty
Adrian Butchart, handritshöfundur úr Hollywood, ætlar sér að skrifa kvikmynd um gengi Leicester í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Liðið situr í efsta sæti deildarinnar eins og stendur og gæti hæglega tryggt sér Englandsmeistaratitilinn í maí. Liðið rétt slapp við fall á síðasta tímabili og hefur gengi liðsins algjörlega snúist við.

Aðal sögupersóna myndarinnar verður byggð á framherjanum Jamie Vardy og hefur hann nú þegar rætt töluvert við Butchart.

„Ég hitti hann og spurði strax hvort hann væri eitthvað klikkaður,“ segir Vardy.

Vardy hefur verið magnaður á tímabilinu og skoraði til að mynda mark 11 leiki í röð á tímabilinu og er það met í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×