Enski boltinn

Fenerbahce hefur áhuga á Mata

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mata í leik með United á tímabilinu.
Mata í leik með United á tímabilinu. Vísir/Getty
Tyrkneska félagið Fenerbahce virðist vera undirbúa tilboð í Juan Mata hjá Manchester United.

Þessi spænski landsliðsmaður gekk í raðir United í janúar árið 2013 og hefur hann gert 24 mörk fyrir félagið. Hann var áður hjá Chelsea og þar áður hjá Valencia.

Mata hefur verið í nokkru miklu uppáhaldi hjá Louis Van Gaal, knattspyrnustjóra United, en nú er talið fullvíst að Jose Mourinho taki við liðinu í sumar og ná þeir tveir ekki vel saman. Mourinho lét hann einmitt fara frá Chelsea á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×