Enski boltinn

Eggert og félagar náðu í mikilvægt stig í botnbaráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eggert lék síðustu átta mínúturnar í dag.
Eggert lék síðustu átta mínúturnar í dag. vísir/getty
Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður þegar Fleetwood Town gerði markalaust jafntefli við Chesterfield í ensku C-deildinni í fótbolta í dag.

Eggert og félagar eru nú þremur stigum frá fallsæti en Fleetwood hefur gengið illa að undanförnu og er án sigurs í síðustu fimm leikjum.

Eggert kom inn á sem varamaður þegar átta mínútur voru til leiksloka en hann hefur komið við sögu í 31 af 38 deildarleikjum Fleetwood á tímabilinu.

Eggert, sem er 27 ára, kom til Fleetwood frá danska liðinu Vestsjælland síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×