Enski boltinn

Martial hlær þegar Van Gaal öskrar á hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Gaal er duglegur að segja Martial til.
Van Gaal er duglegur að segja Martial til. vísir/getty
Anthony Martial, framherji Manchester United, segir að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri liðsins, sé duglegur að láta hann heyra það.

Það kemur Frakkanum unga þó ekki úr jafnvægi, heldur þvert á móti.

„Van Gaal öskrar á mig. Það fær mig til að hlæja því ég veit að það er mér fyrir bestu,“ sagði Martial sem hefur skorað 12 mörk í 39 leikjum síðan hann kom til United frá Monaco síðasta haust.

Sjá einnig: Saha: Martial er jafn hæfileikaríkur og Henry var á hans aldri

Martial segir að Portúgalinn Leonardo Jardim hjá Monaco hafi einnig verið duglegur að öskra á hann.

„Hann var mjög harður við mig, það er það sem ég þarf,“ sagði Martial ennfremur.

Þessi tvítugi framherji kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmark Frakka í 2-3 sigrinum á Hollandi í vináttulandsleik í Amsterdam á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×