Enski boltinn

Segir Manchester United ekki nota Fellaini rétt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fellaini í leik gegn Liverpool á dögunum.
Fellaini í leik gegn Liverpool á dögunum. Vísir/getty
Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að stuðningsmenn Manchester United ættu ekki að gagnrýna Marouane Fellaini, miðjumann liðsins, þar sem hann fái aldrei að leika í sinni bestu stöðu.

Fellaini sem var keyptur á 27,5 milljónir punda frá Everton af David Moyes sumarið 2013 hefur aldrei náð að sýna sitt rétta andlit í treyju Manchester United.

Undir stjórn Louis Van Gaal hefur Fellaini leikið ýmist sem framherji og afturliggjandi miðjumaður en Wilmots vill sjá hann sem fyrsta miðjumann á blað.

„Ég þekki Fellaini betur en flestir og að mínu mati nýtur hann sín best í stöðu alhliða(e. box-to-box) miðjumanns. Hann getur leyst stöðuna sem djúpur miðjumaður en ekki með annan mann sér við hlið í sömu stöðu,“ sagði Wilmots sem hrósaði Fellaini fyrir sóknarhæfileika sína.

„Hann getur leyst af í sókn líka enda einn besti markaskorari sem ég hef séð. Hann hefur einstaka hæfileika en það þarf að nýta þá rétt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×