Enski boltinn

Árni skoraði tvö í öruggum sigri Lilleström

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Árni í leik með Lilleström.
Árni í leik með Lilleström. Mynd/Facebook-síða Lilleström
Árni Vilhjálmsson var á skotskónum í 4-1 sigri Lilleström á Baerum í dag en um var að ræða æfingarleik sem fór fram á meðan landsleikjahlénu stóð.

Árni byrjaði leikinn í fremstu víglínu og kom boltanum í netið strax á upphafsmínútum leiksins en markið var dæmt af eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu stuttu áður.

Árni náði hinsvegar að skora í tvígang í fyrri hálfleik. Kom hann Lilleström 2-0 yfir á 29. mínútu og bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Lilleström tíu mínútum síðar.

Baerum náði að minnka muninn á upphafsmínútum seinni hálfleiks en lærisveinar Rúnars Kristinssonar í Lilleström gerðu út um leikinn með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Lilleström mætir Molde í 3. umferð norsku úrvalsdeildarinnar en Lilleström undir stjórn Rúnars hefur gert 1-1 jafntefli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×