Enski boltinn

Leicester treyjur uppseldar í Tælandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Leicester fagna eftir síðasta sigur liðsins gegn Crystal Palace á dögunum.
Leikmenn Leicester fagna eftir síðasta sigur liðsins gegn Crystal Palace á dögunum. Vísir/getty
Ævintýrasaga Leicester City heldur áfram en lærisveinar Claudio Ranieri eru með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar aðeins sjö umferðir eru eftir.

Hefur gott gengi liðsins leitt til þess að töluvert meira er fjallað um liðið í fjölmiðlum og hefur félagið eignast aðdáendur út um allan heim.

Eigandi liðsins, tælenski auðkýfingurinn Vichai Srivaddhanaprabha, keypti liðið árið 2010 og hefur undanfarin ár reynt að markaðssetja liðið í heimalandinu.

Þrátt fyrir það héldu flestir heimamenn áfram að styðja stórliðin Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester United og Manchester City.

Nú er sagan hinsvegar önnur því treyjur Leicester eru uppseldar í Tælandi samkvæmt BBC og eru sífellt fleiri að skipta um lið og styðja Leicester í toppbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×