Samherjar Gylfa Þórs hrósa honum í hástert | Styttist í markametið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í ham að undanförnu fyrir Swansea. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið sjóðheitur fyrir framan markið í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári, en hann er búinn að skora sex mörk í síðustu tíu leikjum. Hann gæti bætt markamet Swansea í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Íslenski landsliðsmaðurinn er ein helsta ástæða þess að Swansea er að öllum líkindum að fara að bjarga sér frá falli, en sigurmark hans gegn Norwich um síðustu helgi færði liðið níu stigum frá fallsvæðinu.Sjá einnig:Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands „Við erum ekki búnir að skora mikið sem lið en Gylfi er búinn að vera í svakalegu formi fyrir framan markið. Hann er sjóðheitur. Hann er ein helsta ástæðan fyrir góðum úrslitum okkar að undanförnu,“ segir Leon Britton, samherji Gylfa, í viðtali við Wales Online.Gylfi Þór fagnar marki með stæl.vísir/gettyGetur bætt markametið Mörk og stoðsendingar Gylfa á þessu tímabili hafa komið með beinum hætti að söfnun 17 stiga liðsins af 37 sem gerir 51 prósent. Hann er búinn að vera í stóru hlutverki hjá Swansea í vetur líkt og á síðustu leiktíð. „Okkur hefur gengið illa að skora á þessari leiktíð en Gylfi hefur tekið af skarið á mikilvægum tímapunkti fyrir okkur. Hann hefur sýnt mikla ákefð og vilja til að búa eitthvað til fyrir okkur. Það sást gegn Norwich,“ segir Jack Cork, annar samherji Gylfa Þórs, í viðtali við South Wales Evening Post. Gylfi hefur í heildina skorað 22 mörk fyrir Swansea síðan hann kom fyrst til liðsins á láni seinni hluta tímabils 2012.Sjá einnig:Arnar: Gylfi Þór var lengi að ná sér eftir að koma Íslandi á EM Það sannar gæði hans og mikilvægi fyrir velska liðið að Gylfi er næst markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 22 mörk í 79 leikjum. Hann er kominn upp fyrir Spánverjann Michu sem skoraði 20 mörk í 52 leikjum frá 2012-2014. Fílabeinsstendingurinn Wilfried Bony er enn markahæstur með 25 mörk í 54 leikjum, en framherjinn yfirgaf Svanina fyrir ári síðan þegar Manchester City keypti hann. Gylfi Þór þarf þrjú mörk til að jafna við Bony á toppnum og fjögur til að verða markahæsti leikmaður liðsins í sögunni. Hann er lang markahæstur núverandi leikmanna Swansea, en næsti maður, Nathan Dyer, hefur skorað 17 mörk í 131 leik. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór sagður ein helsta ástæða þess að Swansea mun halda sér uppi Íslenski landsliðsmaðurinn er nánast einn síns liðs að halda Swansea í ensku úrvalsdeildinni. 7. mars 2016 10:30 Gylfi í liði vikunnar á BBC Skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Swansea á Norwich um helgina. 7. mars 2016 07:15 Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands Gylfi Þór Sigurðsson er í miklum ham í ensku úrvalsdeildinni á EM-árinu 2016. Hann skoraði sitt sjötta mark á árinu um helgina og hefur nú aldrei skorað meira í ensku úrvalsdeildinni. EM-árið er hans ár. 8. mars 2016 06:00 Arnar: Gylfi Þór var lengi að ná sér eftir að koma Íslandi á EM Messumenn fóru yfir uppgang Gylfa Þórs Sigurðssonar á árinu 2016 en hann er búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar á nýju ári. 8. mars 2016 11:30 Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið sjóðheitur fyrir framan markið í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári, en hann er búinn að skora sex mörk í síðustu tíu leikjum. Hann gæti bætt markamet Swansea í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Íslenski landsliðsmaðurinn er ein helsta ástæða þess að Swansea er að öllum líkindum að fara að bjarga sér frá falli, en sigurmark hans gegn Norwich um síðustu helgi færði liðið níu stigum frá fallsvæðinu.Sjá einnig:Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands „Við erum ekki búnir að skora mikið sem lið en Gylfi er búinn að vera í svakalegu formi fyrir framan markið. Hann er sjóðheitur. Hann er ein helsta ástæðan fyrir góðum úrslitum okkar að undanförnu,“ segir Leon Britton, samherji Gylfa, í viðtali við Wales Online.Gylfi Þór fagnar marki með stæl.vísir/gettyGetur bætt markametið Mörk og stoðsendingar Gylfa á þessu tímabili hafa komið með beinum hætti að söfnun 17 stiga liðsins af 37 sem gerir 51 prósent. Hann er búinn að vera í stóru hlutverki hjá Swansea í vetur líkt og á síðustu leiktíð. „Okkur hefur gengið illa að skora á þessari leiktíð en Gylfi hefur tekið af skarið á mikilvægum tímapunkti fyrir okkur. Hann hefur sýnt mikla ákefð og vilja til að búa eitthvað til fyrir okkur. Það sást gegn Norwich,“ segir Jack Cork, annar samherji Gylfa Þórs, í viðtali við South Wales Evening Post. Gylfi hefur í heildina skorað 22 mörk fyrir Swansea síðan hann kom fyrst til liðsins á láni seinni hluta tímabils 2012.Sjá einnig:Arnar: Gylfi Þór var lengi að ná sér eftir að koma Íslandi á EM Það sannar gæði hans og mikilvægi fyrir velska liðið að Gylfi er næst markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 22 mörk í 79 leikjum. Hann er kominn upp fyrir Spánverjann Michu sem skoraði 20 mörk í 52 leikjum frá 2012-2014. Fílabeinsstendingurinn Wilfried Bony er enn markahæstur með 25 mörk í 54 leikjum, en framherjinn yfirgaf Svanina fyrir ári síðan þegar Manchester City keypti hann. Gylfi Þór þarf þrjú mörk til að jafna við Bony á toppnum og fjögur til að verða markahæsti leikmaður liðsins í sögunni. Hann er lang markahæstur núverandi leikmanna Swansea, en næsti maður, Nathan Dyer, hefur skorað 17 mörk í 131 leik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór sagður ein helsta ástæða þess að Swansea mun halda sér uppi Íslenski landsliðsmaðurinn er nánast einn síns liðs að halda Swansea í ensku úrvalsdeildinni. 7. mars 2016 10:30 Gylfi í liði vikunnar á BBC Skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Swansea á Norwich um helgina. 7. mars 2016 07:15 Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands Gylfi Þór Sigurðsson er í miklum ham í ensku úrvalsdeildinni á EM-árinu 2016. Hann skoraði sitt sjötta mark á árinu um helgina og hefur nú aldrei skorað meira í ensku úrvalsdeildinni. EM-árið er hans ár. 8. mars 2016 06:00 Arnar: Gylfi Þór var lengi að ná sér eftir að koma Íslandi á EM Messumenn fóru yfir uppgang Gylfa Þórs Sigurðssonar á árinu 2016 en hann er búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar á nýju ári. 8. mars 2016 11:30 Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Gylfi Þór sagður ein helsta ástæða þess að Swansea mun halda sér uppi Íslenski landsliðsmaðurinn er nánast einn síns liðs að halda Swansea í ensku úrvalsdeildinni. 7. mars 2016 10:30
Gylfi í liði vikunnar á BBC Skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Swansea á Norwich um helgina. 7. mars 2016 07:15
Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands Gylfi Þór Sigurðsson er í miklum ham í ensku úrvalsdeildinni á EM-árinu 2016. Hann skoraði sitt sjötta mark á árinu um helgina og hefur nú aldrei skorað meira í ensku úrvalsdeildinni. EM-árið er hans ár. 8. mars 2016 06:00
Arnar: Gylfi Þór var lengi að ná sér eftir að koma Íslandi á EM Messumenn fóru yfir uppgang Gylfa Þórs Sigurðssonar á árinu 2016 en hann er búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar á nýju ári. 8. mars 2016 11:30
Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13