Brjóst Heiðrúnar sprakk: „Titraði og froðufelldi af sársauka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2016 19:00 „Þegar ég tók upp toppinn sprakk brjóstið. Út sprakk mjólk, gröftur og blóð yfir mig alla.“ Svo lýsir Heiðrún Teitsdóttir, 26 ára gömul móðir, augnablikinu þegar brjóst hennar sprakk vegna stíflu í brjóstinu. Hafði hún glímt við stíflur við brjóstagjöf og leitað hjálp lækna án árangurs. Heiðrún ræddi við Margréti Erlu Maack í Íslandi í dag en fyrst var fjallað um málið á hún.isHorfa má á innslagið í heild sinni hér fyrir ofan. Varað er við myndinni hér fyrir neðan sem og myndum í innslaginu.Heiðrún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir að hún byrjaði að gefa syni sýnum brjóst áttaði hún sig á því að ekki væri allt með felldu, illa gekk að gefa brjóst og kom í ljós að brjóstið var stíflað. Var hún send á Landspítalann þar sem hún fór í brjóstadælu. „Ljósmæðurnar sögðu að þetta geti komið fyrir og að það væri mjög algengt að fá stíflu nokkrum dögum eftir fæðingu,“ segir Heiðrún. „Þetta varir yfirleitt bara í 12-48 klukkutíma og síðan lagast það bara af sjálfu sér. Maður heldur áfram að nudda mjólkina úr og láta barnið sjúga og þá á þetta bara að koma.“Langaði ekkert meira en að hafa barnið sitt á brjósti Heiðrún hélt heim á leið með leiðbeiningar um hvað hún gæti gert kæmi þetta fyrir aftur. Nokkrum dögum seinna stíflaðist Heiðrún aftur en henni tókst að losa um stífluna sjálf. „Maður setur kalda bakstra eftir gjafir á brjósti til þess að draga úr bólgum. Maður fer í heita sturtu og handmjólkar sig og síðan er maður bara duglegur að leggja barnið á brjóstið. Þá kom þetta og ég losaði mig við stífluna,“ segir Heiðrún. Heiðrún var þó ekki laus við stíflurnar því að sú stóra átti eftir að koma. Brjóstið bólgnaði upp og Heiðrún fann fyrir miklum verkjum vegna þess. Leitaði hún til læknis sem gaf henni verkjalyf og hitastillandi. „Eftir átta daga með þessa stíflu fer ég til heimislæknis og hann gefur mér sýklalyf, verkjalyf og hitastillandi. Með þessu fylgir hiti, skjálfti og beinverkir. Maður er bara veikur. Mig langaði ekkert meira en að hafa barnið mitt á brjósti og mér fannst þetta rosalega leiðinlegt. Ég var grenjandi heima alla daga, þetta var svo erfitt,“ segir Heiðrún.Titraði og froðufelldi af sársauka Bað Heiðrún lækninn um að gefa sér töflu sem stoppar brjóstamjólkina en hann vildi bíða og sjá hvaða áhrif verkjalyf, sýklalyf og hitastillandi lyf myndu hafa á stífluna. Daginn eftir lækkaði hitinn en henni leið að öðru leyti jafn illa og áður. Sagði læknirinn henni þó að vegna þess að hitinn hafði lækkað hefði hann ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta var erfitt að heyra fyrir Heiðrúni sem var enn með mikla verki. Eftir að hafa hringt hágrenjandi í foreldra sína var tekin ákvörðum um að leita á Læknavaktina í Kópavogi. Það var þar sem brjóstið sprakk. „Læknirinn þar vildi sjá brjóstið. Þegar ég tók toppinn minn upp sprakk brjóstið. Út sprakk mjólk, gröftur og blóð alveg yfir mig alla. Í kjölfarið á því fann ég rosa mikinn sársauka. Ég titraði og froðufelldi. Mamma sá þetta líka allt við hliðina á mér og hún var alveg í öngum sínum,“ segir Heiðrún. Var hún send á milli spítala þangað til hún kom á Landspítalann við Hringbraut. Þar fór ég í aðgerð og sá að var möguleiki á að hitt gatið myndi springa. Allur gröfturinn var tekinn innan úr en ég fór í aðgerðina of seint. Þetta hefði átt að gerast nokkrum dögum fyrr. Húðin gaf sig og það myndaðist gat.“Hér má sjá gatið sem myndaðist þegar brjóstið sprakk.Gagnrýnin á lækna - „Brjóstið á náttúrulega ekkert að springa“ Í dag eru sárin gróin en passað var upp á það að þau myndu líta sem eðlilegast út. Ekki var hægt að sauma fyrir sárin. Þeim var haldið opnum og að lokum greri þau af sjálfu sér en þurftu læknar að troða geli og grisjum inn í brjóstið á hverjum degi til að tryggja að lögun þeirra yrði sem eðlilegust. Heiðrún er ekki sátt við þá lækna sem hún leitaði til í fyrstu segir þá hafa ekki hafa hlustað á sig nógu vel. „Ég fór til læknis mörgum sinnum og það var ekki hægt að koma í veg fyrir þetta. Alltaf litið á mig eins og þetta væri væl í mér. Ég átti að láta barnið halda áfram að sjúga og það var ekkert hlustað á mig. Ég er alveg á því að maður reyni sitt besta að hafa barn á brjósti en maður skal ekki fara út í neinar öfgar. Brjóstið á náttúrulega ekkert að springa.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
„Þegar ég tók upp toppinn sprakk brjóstið. Út sprakk mjólk, gröftur og blóð yfir mig alla.“ Svo lýsir Heiðrún Teitsdóttir, 26 ára gömul móðir, augnablikinu þegar brjóst hennar sprakk vegna stíflu í brjóstinu. Hafði hún glímt við stíflur við brjóstagjöf og leitað hjálp lækna án árangurs. Heiðrún ræddi við Margréti Erlu Maack í Íslandi í dag en fyrst var fjallað um málið á hún.isHorfa má á innslagið í heild sinni hér fyrir ofan. Varað er við myndinni hér fyrir neðan sem og myndum í innslaginu.Heiðrún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir að hún byrjaði að gefa syni sýnum brjóst áttaði hún sig á því að ekki væri allt með felldu, illa gekk að gefa brjóst og kom í ljós að brjóstið var stíflað. Var hún send á Landspítalann þar sem hún fór í brjóstadælu. „Ljósmæðurnar sögðu að þetta geti komið fyrir og að það væri mjög algengt að fá stíflu nokkrum dögum eftir fæðingu,“ segir Heiðrún. „Þetta varir yfirleitt bara í 12-48 klukkutíma og síðan lagast það bara af sjálfu sér. Maður heldur áfram að nudda mjólkina úr og láta barnið sjúga og þá á þetta bara að koma.“Langaði ekkert meira en að hafa barnið sitt á brjósti Heiðrún hélt heim á leið með leiðbeiningar um hvað hún gæti gert kæmi þetta fyrir aftur. Nokkrum dögum seinna stíflaðist Heiðrún aftur en henni tókst að losa um stífluna sjálf. „Maður setur kalda bakstra eftir gjafir á brjósti til þess að draga úr bólgum. Maður fer í heita sturtu og handmjólkar sig og síðan er maður bara duglegur að leggja barnið á brjóstið. Þá kom þetta og ég losaði mig við stífluna,“ segir Heiðrún. Heiðrún var þó ekki laus við stíflurnar því að sú stóra átti eftir að koma. Brjóstið bólgnaði upp og Heiðrún fann fyrir miklum verkjum vegna þess. Leitaði hún til læknis sem gaf henni verkjalyf og hitastillandi. „Eftir átta daga með þessa stíflu fer ég til heimislæknis og hann gefur mér sýklalyf, verkjalyf og hitastillandi. Með þessu fylgir hiti, skjálfti og beinverkir. Maður er bara veikur. Mig langaði ekkert meira en að hafa barnið mitt á brjósti og mér fannst þetta rosalega leiðinlegt. Ég var grenjandi heima alla daga, þetta var svo erfitt,“ segir Heiðrún.Titraði og froðufelldi af sársauka Bað Heiðrún lækninn um að gefa sér töflu sem stoppar brjóstamjólkina en hann vildi bíða og sjá hvaða áhrif verkjalyf, sýklalyf og hitastillandi lyf myndu hafa á stífluna. Daginn eftir lækkaði hitinn en henni leið að öðru leyti jafn illa og áður. Sagði læknirinn henni þó að vegna þess að hitinn hafði lækkað hefði hann ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta var erfitt að heyra fyrir Heiðrúni sem var enn með mikla verki. Eftir að hafa hringt hágrenjandi í foreldra sína var tekin ákvörðum um að leita á Læknavaktina í Kópavogi. Það var þar sem brjóstið sprakk. „Læknirinn þar vildi sjá brjóstið. Þegar ég tók toppinn minn upp sprakk brjóstið. Út sprakk mjólk, gröftur og blóð alveg yfir mig alla. Í kjölfarið á því fann ég rosa mikinn sársauka. Ég titraði og froðufelldi. Mamma sá þetta líka allt við hliðina á mér og hún var alveg í öngum sínum,“ segir Heiðrún. Var hún send á milli spítala þangað til hún kom á Landspítalann við Hringbraut. Þar fór ég í aðgerð og sá að var möguleiki á að hitt gatið myndi springa. Allur gröfturinn var tekinn innan úr en ég fór í aðgerðina of seint. Þetta hefði átt að gerast nokkrum dögum fyrr. Húðin gaf sig og það myndaðist gat.“Hér má sjá gatið sem myndaðist þegar brjóstið sprakk.Gagnrýnin á lækna - „Brjóstið á náttúrulega ekkert að springa“ Í dag eru sárin gróin en passað var upp á það að þau myndu líta sem eðlilegast út. Ekki var hægt að sauma fyrir sárin. Þeim var haldið opnum og að lokum greri þau af sjálfu sér en þurftu læknar að troða geli og grisjum inn í brjóstið á hverjum degi til að tryggja að lögun þeirra yrði sem eðlilegust. Heiðrún er ekki sátt við þá lækna sem hún leitaði til í fyrstu segir þá hafa ekki hafa hlustað á sig nógu vel. „Ég fór til læknis mörgum sinnum og það var ekki hægt að koma í veg fyrir þetta. Alltaf litið á mig eins og þetta væri væl í mér. Ég átti að láta barnið halda áfram að sjúga og það var ekkert hlustað á mig. Ég er alveg á því að maður reyni sitt besta að hafa barn á brjósti en maður skal ekki fara út í neinar öfgar. Brjóstið á náttúrulega ekkert að springa.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira