Kröfu um nálgunarbann hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2016 17:51 Maðurinn hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn konunni. Myndin sýnir ekki þá aðila sem um ræðir í fréttinni. vísir/getty Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem því var hafnað að staðfesta úrskurð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að karlmaður sætti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni, kærasta hennar og systur. Farið hafði verið fram á hálfs árs nálgunarbann. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gegn konunni frá því í febrúar í fyrra. Þá hefur hann einnig verið ákærður fyrir að hóta henni í maí og júní sama ár. Það mál er nú fyrir dómstólum. Í beiðni lögreglustjórans kom fram að maðurinn sé að auki grunaður um að hafa skorið á hjólbarða bifreiðar konunnar auk þess að hafa hótað henni lífláti. Þá sendi hann kærasta hennar og systur myndband af sér og konunni í kynlífsathöfnum og hótaði að ef konan borgaði honum ekki ríflega myndi myndbandið fara í dreifingu. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem, líkt og áður segir, var staðfest í Hæstarétti, segir að ekki sé unnt að skilja efni skilaboða mannsins á þann hátt að um líflátshótun sé að ræða. Nálgunarbanni verði aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. „Varnaraðili er nú grunaður um að hafa valdið eignaspjöllum á bifreiðum [barnsmóður sinnar og kærasta hennar] með því að stinga á hjólbarða bifreiðanna og eru kærur þeirra af því tilefni til rannsóknar og meðferðar hjá lögreglu. Eignaspjöll af þessu tagi geta falið í sér ögrun, en þau veita þó ekki þá rökstuddu vísbendingu um hættu á brotum gegn eigendum bifreiðanna að tilefni sé til ákvörðunar um nálgunarbann,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Einnig felist ekki í myndbandssendingunni sem gefi tilefni til að maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart kærasta konunnar eða systur. Aðrar leiðir séu til að verjast slíkum sendingum og engin vernd gegn slíku felist í nálgunarbanninu. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem því var hafnað að staðfesta úrskurð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að karlmaður sætti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni, kærasta hennar og systur. Farið hafði verið fram á hálfs árs nálgunarbann. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gegn konunni frá því í febrúar í fyrra. Þá hefur hann einnig verið ákærður fyrir að hóta henni í maí og júní sama ár. Það mál er nú fyrir dómstólum. Í beiðni lögreglustjórans kom fram að maðurinn sé að auki grunaður um að hafa skorið á hjólbarða bifreiðar konunnar auk þess að hafa hótað henni lífláti. Þá sendi hann kærasta hennar og systur myndband af sér og konunni í kynlífsathöfnum og hótaði að ef konan borgaði honum ekki ríflega myndi myndbandið fara í dreifingu. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem, líkt og áður segir, var staðfest í Hæstarétti, segir að ekki sé unnt að skilja efni skilaboða mannsins á þann hátt að um líflátshótun sé að ræða. Nálgunarbanni verði aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. „Varnaraðili er nú grunaður um að hafa valdið eignaspjöllum á bifreiðum [barnsmóður sinnar og kærasta hennar] með því að stinga á hjólbarða bifreiðanna og eru kærur þeirra af því tilefni til rannsóknar og meðferðar hjá lögreglu. Eignaspjöll af þessu tagi geta falið í sér ögrun, en þau veita þó ekki þá rökstuddu vísbendingu um hættu á brotum gegn eigendum bifreiðanna að tilefni sé til ákvörðunar um nálgunarbann,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Einnig felist ekki í myndbandssendingunni sem gefi tilefni til að maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart kærasta konunnar eða systur. Aðrar leiðir séu til að verjast slíkum sendingum og engin vernd gegn slíku felist í nálgunarbanninu.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira