Innlent

Taka mið af ábendingum vegna systranna í Vík

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Innanríkisráðuneytið telur lærdóm felast í meintu mansali í Vík í Mýrdal og ætlar að taka mið af ábendingum.
Innanríkisráðuneytið telur lærdóm felast í meintu mansali í Vík í Mýrdal og ætlar að taka mið af ábendingum. Fréttablaðið/Stöð2
Innanríkisráðuneytið ætlar að taka mið af ábendingum sem gerðar hafa verið vegna verklags í mansalsmálum. Meðal annars vegna nýlegs máls er varðar meint vinnumansal í Vík í Mýrdal. Þetta kemur fram í svari til fréttastofu 365 við spurningum um verklag í meintu mansali í Vík í Mýrdal. Helst hefur verið gagnrýnd meðferð þolenda, tveggja systra frá Srí Lanka. Þær fengu litla fjárhagsaðstoð og var boðin sjálfboðaliðavinna við að flokka föt. Þær báðu um flutning úr landi og Reykjavíkurborg greiddi flugferð þeirra samkvæmt reglum um fjárhagsaðstoð og neyð erlendra borgara.

Svarið er birt í heild sinni á vef innanríkisráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins er áætlun um aðgerðir vegna mansalsmála sögð vera í endur­skoðun. Bæði vegna ábendinga sem gerðar hafa verið á alþjóðavettvangi og hér á landi en einnig breyttra áherslna í málaflokknum, m.a. vinnumansals. Vinnumansalsmálum hefur fjölgað ört að mati lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Réttargæslumaður systranna gagnrýnir helst að þær hafi ekki fengið að vinna. Þær hefðu átt meiri möguleika á að komast úr viðjum mansals hefðu þær fengið tækifæri til vinnu á Íslandi við öruggar aðstæður. Innanríkisráðuneytið segir að vegna umfjöllunar um dvalar- og atvinnuleyfi vilji það að taka fram að ráðuneytið hafi ekki heimild að lögum til að beita sér í einstökum málum en úrlausn umsókna um slík leyfi séu á forræði annars vegar Útlendingastofnunar og hins vegar Vinnumálastofnunar. Fyrirkomulag dvalar- og atvinnuleyfa fórnarlamba mansals er lögbundið og verður því ekki breytt nema með aðkomu Alþingis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.