Enski boltinn

Butland samdi við Stoke til ársins 2021

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Butland.
Jack Butland. Vísir/Getty
Jack Butland hefur fengið frá nýjum langtímasamningi við Stoke City en félagið gaf þetta út á heimasíðu sinni í dag.Jack Butland framlengdi samninginn sinn um fimm og hálft ár og er hann nú samningsbundinn félaginu til ársins 2021.

Butland hefur staðið sig vel á tímabilinu og haldið tíu sinnum hreinu í 30 leikjum. Hann hefur alls fengið á sig 36 mörk í þessum leikjum. Butland hefur unnið sér sæti í enska landsliðshópnum og verður væntanlega í EM-hópi Roy Hodgson í Frakklandi í sumar. Jack Butland er aðeins 23 ára gamall og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Butland gerði fyrst fjögurra og hálfs árs samning við Stoke í lok janúar 2013 en var í byrjun á láni hjá sínu gamla félagi, Birmingham City, út 2012-13 tímabilið.

Butland var lánaður til bæði Barnsley og Leeds United tímabilið 2013-14 og svo til Derby County 2014-15. Butland tók við aðalmarkvarðarstöðu Stoke af Asmir Begović fyrir þetta tímabil en Begović var seldur til Chelsea.

Butland er þriðji leikmaður Stoke sem gerir langan samning við félagið en áður höfðu þeir Giannelli Imbula og Bojan samið við Stoke.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×