Ungt fólk geti lent í fátækragildru Ingvar Haraldsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Ungt fólk á í verulegum erfiðleikum með að kaupa sína fyrstu íbúð. NordicPhotos/Getty Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, óttast að fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu með SALEK-samkomulaginu stuðli að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda um lífeyrismál í gær. Með samkomulaginu mun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækka úr 8 í 11,5 prósent sem hefur í för með sér að allt að fimmtungur tekna launafólks rennur í lífeyrissjóð. Launafólk greiðir sjálft fjögur prósent launa sinna í lífeyrissjóð en þeir sem nýta sér séreignarsparnað greiða sjálfir tvö til fjögur prósent launa sinna í séreignasparnað og fá á móti tvö prósent sem framlag atvinnurekenda. Ásgeir benti á að ungt fólk börn þurfi að auka neyslu sína meðan það er að ala upp börnin. Algengt væri að það væri á milli þrítugs og fertugs. Á sama árabili væri greiðslubyrði húsnæðislána yfirleitt hæst. Því væri hætta á því að skylduiðgjaldið væri of hátt á þessu aldursbili þar sem útgjöldin væru hvað mest. Ásgeir benti einnig á að háir jaðarskattar bitnuðu einnig á ungu fólki sem þyrfti að vinna meira til að eiga fyrir útgjöldum. Þessi staða geti skapað hvata til lántöku hjá þessum aldurshópi. Ásgeir stakk upp á því að greiðslur í lífeyrissjóð yrðu gerðar sveigjanlegri til að mæta þörfum yngra fólks eða ákveðinna hópa.Fullt var á fundinum og deildu sumir fundarmenn áhyggjum þeirra Ásgeirs og Gunnars.Fréttablaðið/Anton BrinkGunnar Baldvinsson, deildi áhyggjum Ásgeirs. Gunnar mælti með því að möguleiki fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán yrði gerður varanlegur. Hann benti á að þörfin fyrir að nýta sér séreignarsparnaðarkerfið hefði minnkað með tilkomu hærri lífeyrisgreiðslna. Hins vegar væri óskynsamlegt fyrir einstaklinga að nýta sér ekki séreignarlífeyrissparnað því með því yrðu launþegar af tveggja prósenta mótframlagi vinnuveitenda. Þá nefndu bæði Gunnar og Ásgeir að brýnt væri að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í auknum mæli erlendis. Ásgeir benti á að breytingarnar með SALEK-samkomulaginu myndu hækka iðgjöld um 10-12 milljarða á ári. Til þess að það skapi ekki aukna þenslu hér á landi væri mikilvægt að fénu væri fjárfest erlendis. Ásgeir sagði að lífeyrissjóðirnir þyrftu líklega að fá að fjárfesta fyrir um 50-100 milljarða á ári erlendis til að auka hlutfall erlendra eigna þeirra sem hafi lækkað mikið síðustu ár. Lífeyrissjóðir fengu að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gunnar sagðist bjartsýnn á að frekari heimildir yrðu veittar síðar á árinu. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, óttast að fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu með SALEK-samkomulaginu stuðli að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda um lífeyrismál í gær. Með samkomulaginu mun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækka úr 8 í 11,5 prósent sem hefur í för með sér að allt að fimmtungur tekna launafólks rennur í lífeyrissjóð. Launafólk greiðir sjálft fjögur prósent launa sinna í lífeyrissjóð en þeir sem nýta sér séreignarsparnað greiða sjálfir tvö til fjögur prósent launa sinna í séreignasparnað og fá á móti tvö prósent sem framlag atvinnurekenda. Ásgeir benti á að ungt fólk börn þurfi að auka neyslu sína meðan það er að ala upp börnin. Algengt væri að það væri á milli þrítugs og fertugs. Á sama árabili væri greiðslubyrði húsnæðislána yfirleitt hæst. Því væri hætta á því að skylduiðgjaldið væri of hátt á þessu aldursbili þar sem útgjöldin væru hvað mest. Ásgeir benti einnig á að háir jaðarskattar bitnuðu einnig á ungu fólki sem þyrfti að vinna meira til að eiga fyrir útgjöldum. Þessi staða geti skapað hvata til lántöku hjá þessum aldurshópi. Ásgeir stakk upp á því að greiðslur í lífeyrissjóð yrðu gerðar sveigjanlegri til að mæta þörfum yngra fólks eða ákveðinna hópa.Fullt var á fundinum og deildu sumir fundarmenn áhyggjum þeirra Ásgeirs og Gunnars.Fréttablaðið/Anton BrinkGunnar Baldvinsson, deildi áhyggjum Ásgeirs. Gunnar mælti með því að möguleiki fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán yrði gerður varanlegur. Hann benti á að þörfin fyrir að nýta sér séreignarsparnaðarkerfið hefði minnkað með tilkomu hærri lífeyrisgreiðslna. Hins vegar væri óskynsamlegt fyrir einstaklinga að nýta sér ekki séreignarlífeyrissparnað því með því yrðu launþegar af tveggja prósenta mótframlagi vinnuveitenda. Þá nefndu bæði Gunnar og Ásgeir að brýnt væri að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í auknum mæli erlendis. Ásgeir benti á að breytingarnar með SALEK-samkomulaginu myndu hækka iðgjöld um 10-12 milljarða á ári. Til þess að það skapi ekki aukna þenslu hér á landi væri mikilvægt að fénu væri fjárfest erlendis. Ásgeir sagði að lífeyrissjóðirnir þyrftu líklega að fá að fjárfesta fyrir um 50-100 milljarða á ári erlendis til að auka hlutfall erlendra eigna þeirra sem hafi lækkað mikið síðustu ár. Lífeyrissjóðir fengu að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gunnar sagðist bjartsýnn á að frekari heimildir yrðu veittar síðar á árinu.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira