Enski boltinn

Loksins deildarsigur hjá Arsenal | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsenal minnkaði forskot Leicester niður í átta stig með 2-0 sigri á Everton á Goodison Park í dag. Þetta var fyrsti deildarsigur Arsenal síðan 14. febrúar, en síðan hafa þeir spilað þrjá deildarleiki án sigurs.

Leikurinn var varla byrjaður þegar gestirnir frá Lundúnum voru byrjaðir að sækja. Eftir frábært samspil skoraði Danny Welbeck fyrsta markið á sjöundu mínútu og staðan strax orðin 1-0.

Gestirnir héldu áfram að sækja og heimamenn voru arfaslakir í dag. Þeir fengu nánast engin færi og Alex Iwobi, sem var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni, tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu.

Hann fékk þá boltann hægra megin í teignum og renndi boltanum á milli fóta Joel Robles sem kom engum vörnum við og staðan 2-0 í hálfleik.

Ekki urðu mörkin fleiri í síðari hálfleik og Arsenal minnkar því forskot Leicester í átta stig á toppi deildarinnar, en Arsenal er í þriðja sætinu. Everton er í tólfta sæti.

0-2 Iwobi:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×