Enski boltinn

Gylfi lagði upp sigurmark Swansea | Sjáðu markið

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea í 1-0 sigri á Aston Villa í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og staðan var markalaus þegar Mike Dean flautaði fyrri hálfleikinn af.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 54.mínútu þegar Gylfi tók frábæra aukaspyrnu inn á teiginn þar sem Federico Fernandez kom boltanum í markið eftir darraðadans við Brad Guzan.

Fleiri urðu mörkin ekki og eftir sigurinn eru Svanirnir í fimmtánda sæti deildarinnar með 36 stig, en Villa er á botninum tólf stigum frá öruggu sæti.

Gylfi spilaði allan leikinn og nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×