Enski boltinn

Pellegrini: United hefur einnig eytt miklum pening í leikmenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini vonast eftir þremur stigum á morgun.
Pellegrini vonast eftir þremur stigum á morgun. vísir/getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að Manchester United sé með næg gæði í sínum leikmannahóp til að berjast við lið eins og Manchester City.

Liðin mætast á Etihad á morgun í Manchester-slagnum, en bæði lið þurfa nauðsynlega á stigunum þremur að halda í baráttu sinni um Meistaradeildarsæti og City í titilbaráttunni.

„Ég held að liðin séu mjög jöfn. Bæði liðin hafa góða leikmenn og United hefur einnig eytt pening í að reyna bæta leikmannahóp sinn," sagði Pellegrini fyrir stórleikinn á morgun.

City hefur fatast flugið á Englandi, en þeir eru í fjórða sætinu með 51 stig - fjórum á undan grönnum sínum í United sem eru í sjötta sætinu.

„United er með mjög gott lið. Það skiptir ekki máli hvaða leikmenn spila eða á hvernig vegu þeir spila, þeir eru alltaf hættulegt lið."

Manchester City er enn í Meistaradeildinni eftir að hafa komist í gegnum Dynamo Kiev í vikunni, en þeir eru tólf stigum á eftir Leicester fyrir leiki helgarinnar.

„Þetta er sex stiga leikur. Það myndi gefa gæfumuninn að vinna, en þetta er ekki búið eftir þetta. Það eru 21 stig í pottinum svo þú veist aldrei hvað gerist," sagði Síle-maðurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×