Enski boltinn

Stjóri Gylfa fluttur á sjúkrahús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Francesco Guidolin.
Francesco Guidolin. Vísir/Getty
Francesco Guidolin, knattspyrnustjóriSwansea City, mun ekki stýra Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum á móti Arsenal í kvöld.

Francesco Guidolin er nú staddur á sjúkrahúsi eftir að hafa verið fluttur þangað vegna sýkingar í brjóskassa. Hinn sextugi Francesco Guidolin hefur það gott miðað við aðstæður og það er búist við því að hann nái sér að fullu á nokkrum dögum.

Francesco Guidolin hefur strax fengið aðstoð frá sérfræðingi í svona veikindum á spítala í London. Alan Curtis mun stýra liðinu í kvöld en hann tók tímabundið við liðinu eftir að Garry Monk var rekinn. Swansea mætir Arsenal á Emirates-leikvanginum í kvöld en eftir þennan leik daga við þrír sex stiga leikir í fallbaráttunni.

Swansea mætir Norwich City á heimavelli á laugardaginn, spilar við Bournemouth 12. mars og tekur svo á móti botnliði Aston Villa á Liberty-leikvanginum 19. mars. Swansea-liðið þarf á stigum að halda enda eru Gylfi og félagar aðeins þremur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×