Conor mætir Nate Diaz Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2016 07:36 Þetta verður rosalegur bardagi. Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016 MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016
MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45
Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34
Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12