Conor mætir Nate Diaz Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2016 07:36 Þetta verður rosalegur bardagi. Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016 MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016
MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45
Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34
Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12