Skólameistari Flensborgar: „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:38 Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Vísir/Anton Brink Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“ Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“
Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30
Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00
Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00