Skólameistari Flensborgar: „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:38 Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Vísir/Anton Brink Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“ Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“
Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
„Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30
Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00
Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00