Skólameistari Flensborgar: „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:38 Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Vísir/Anton Brink Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“ Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim úrskurði sem gekk í gærmorgun í máli Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu. Fjölskyldunni var þá neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja fjölskyldunni um hæli hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá, er einn fjölskyldumeðlimurinn, Joniada Dega, nemi við Flensborgarskólann. Hún er sögð fyrirmyndarnemandi og mótmæltu skólafélagar hennar og fleiri ungir Hafnfirðingar synjun Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. „Hún hefur sýnt af sér afburða námshæfileika og borið af sér góðan þokka í öllu sínu námi hér,“ segir meðal annars í bréfi Magnúsar Þorkelssonar skólameistara til fjölmiðla. „Það er ömurleg tilhugsun að vita til þess að þetta skólaár sé ónýtt fyrir henni af kerfislegum ástæðum.“Joniada Dega hefur undanfarið lært til stúdentsprófs í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.VísirDega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þeim var synjað um hæli þann 14. október í fyrra og sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála stuttu eftir áramót. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörmung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli íslenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu,“ skrifar Magnús. „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“
Tengdar fréttir „Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30 Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00 Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Get ekki hugsað mér að fara héðan“ Ungir Hafnfirðingar stóðu í dag fyrir samstöðufundi með albanskri fjölskyldu sem vísa á úr landi. 31. janúar 2016 20:30
Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune 28. janúar 2016 07:00
Nemendur mótmæla brottvísun Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. 30. janúar 2016 07:00