Borgin gæti þurft að endurgreiða Hörpu rúman milljarð Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:13 Svo gæti farið að Reykjavíkurborg verði að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna vegna oftekinna fasteignagjalda á undanförnum árum. Forstjóri hússins segist glaður sætta sig við að sama reikniregla gilti um Hörpu og Kringluna við álagningu fasteignagjalda. Sex hundruð tónleikar voru haldnir í Hörpu í fyrra og þá eru ótaltar fjöldi ráðstefna og funda. En þótt mikið sé um að vera í húsinu á hverjum einasta degi ársins stendur reksturinn ekki undir gífurlegum fasteignagjöldum sem lögð hafa verið á húsið, að sögn Halldórs Guðmundssonar forstjóra þess. „Þau hafa verið mjög íþyngjandi. Enda getur þú séð það sjálfur. Okkar eigin tekjur, sem hafa nú aukist mikið, eru kannski þúsund milljónir í fyrra. Fasteignagjöldin eru 390 milljónir. Það er enginn rekstur sem gefur það af sér að geta staðið undir svona einum skatti,“ segir Halldór. Málaferli hafa staðið milli rekstraraðila Hörpu og ríkis og borgar, sem eiga húsið, allt frá árinu 2011 vegna fasteignagjaldanna. Hæstiréttur sýknaði borgina í gær en dæmdi að fasteignamatið sem ríkið ákveður standist ekki lög. Tekjur hússins hafa vaxið jafn og þétt en um 1,7 milljónir manna komu í Hörpu í fyrra. En vegna fasteignagjaldanna hafa ríki og borg þurft að borga með húsinu um 170 milljónir króna á ári. Fasteignamatið miðast nú við byggingarkostnað hússins sem talinn er vera um 22 milljarðar króna en ekki við tekjumöguleika þess eins gildir t.d. um Kringluna. „Ég væri mjög feginn ef við hefðum verið metin með sama hætti. Því Kringlan og þessi hús eru metin út frá tekjumöguleikum sem þau hafa. Kringlan er að borga fjórum sinnum lægri fasteignagjöld en við á hvern fermetra,“ segir Halldór. Eftir dóm Hæstaréttar þurfi að endurmeta fasteignamatið frá árinu 2011.Hafið þið reiknað út hvað þið væruð þá að greiða í fasteignagjöld? „Það merkilega er ef horft er á tekjumatsvirðið verða þau alla vega helmingi lægri ef ekki meira. Það er eiginlega það sem menn hafa gengið útfrá allan tímann frá fyrstu áætlunum um þetta hús,“ segir hann. Sem væri á bilinu 150 til 200 milljónir króna í stað 390 milljóna. Ef það yrði niðurstaðan gæti Reykjavíkurborg þurft að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna í oftekin fasteignagjöld, eða sem svarar til allra tekna hússins í fyrra.Ef það yrði niðurstaðan, gæti reksturinn þá staðið undir sér? „Ég hef mikla trú á að hann geti það. Sérstaklega þegar hótelið er komið hérna og allar forsendur hafa verið uppfylltar. Því við höfum aukið okkar eigin tekjur um helming á tveimur og hálfu ári,“ segir Halldór Guðmundsson. En það er mjög sjaldgæft að menningarhús í líkingu við Hörpu í öðrum löndum standi ein og óstudd undir rekstri sínum. Tengdar fréttir Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Svo gæti farið að Reykjavíkurborg verði að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna vegna oftekinna fasteignagjalda á undanförnum árum. Forstjóri hússins segist glaður sætta sig við að sama reikniregla gilti um Hörpu og Kringluna við álagningu fasteignagjalda. Sex hundruð tónleikar voru haldnir í Hörpu í fyrra og þá eru ótaltar fjöldi ráðstefna og funda. En þótt mikið sé um að vera í húsinu á hverjum einasta degi ársins stendur reksturinn ekki undir gífurlegum fasteignagjöldum sem lögð hafa verið á húsið, að sögn Halldórs Guðmundssonar forstjóra þess. „Þau hafa verið mjög íþyngjandi. Enda getur þú séð það sjálfur. Okkar eigin tekjur, sem hafa nú aukist mikið, eru kannski þúsund milljónir í fyrra. Fasteignagjöldin eru 390 milljónir. Það er enginn rekstur sem gefur það af sér að geta staðið undir svona einum skatti,“ segir Halldór. Málaferli hafa staðið milli rekstraraðila Hörpu og ríkis og borgar, sem eiga húsið, allt frá árinu 2011 vegna fasteignagjaldanna. Hæstiréttur sýknaði borgina í gær en dæmdi að fasteignamatið sem ríkið ákveður standist ekki lög. Tekjur hússins hafa vaxið jafn og þétt en um 1,7 milljónir manna komu í Hörpu í fyrra. En vegna fasteignagjaldanna hafa ríki og borg þurft að borga með húsinu um 170 milljónir króna á ári. Fasteignamatið miðast nú við byggingarkostnað hússins sem talinn er vera um 22 milljarðar króna en ekki við tekjumöguleika þess eins gildir t.d. um Kringluna. „Ég væri mjög feginn ef við hefðum verið metin með sama hætti. Því Kringlan og þessi hús eru metin út frá tekjumöguleikum sem þau hafa. Kringlan er að borga fjórum sinnum lægri fasteignagjöld en við á hvern fermetra,“ segir Halldór. Eftir dóm Hæstaréttar þurfi að endurmeta fasteignamatið frá árinu 2011.Hafið þið reiknað út hvað þið væruð þá að greiða í fasteignagjöld? „Það merkilega er ef horft er á tekjumatsvirðið verða þau alla vega helmingi lægri ef ekki meira. Það er eiginlega það sem menn hafa gengið útfrá allan tímann frá fyrstu áætlunum um þetta hús,“ segir hann. Sem væri á bilinu 150 til 200 milljónir króna í stað 390 milljóna. Ef það yrði niðurstaðan gæti Reykjavíkurborg þurft að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna í oftekin fasteignagjöld, eða sem svarar til allra tekna hússins í fyrra.Ef það yrði niðurstaðan, gæti reksturinn þá staðið undir sér? „Ég hef mikla trú á að hann geti það. Sérstaklega þegar hótelið er komið hérna og allar forsendur hafa verið uppfylltar. Því við höfum aukið okkar eigin tekjur um helming á tveimur og hálfu ári,“ segir Halldór Guðmundsson. En það er mjög sjaldgæft að menningarhús í líkingu við Hörpu í öðrum löndum standi ein og óstudd undir rekstri sínum.
Tengdar fréttir Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34