Borgin gæti þurft að endurgreiða Hörpu rúman milljarð Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:13 Svo gæti farið að Reykjavíkurborg verði að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna vegna oftekinna fasteignagjalda á undanförnum árum. Forstjóri hússins segist glaður sætta sig við að sama reikniregla gilti um Hörpu og Kringluna við álagningu fasteignagjalda. Sex hundruð tónleikar voru haldnir í Hörpu í fyrra og þá eru ótaltar fjöldi ráðstefna og funda. En þótt mikið sé um að vera í húsinu á hverjum einasta degi ársins stendur reksturinn ekki undir gífurlegum fasteignagjöldum sem lögð hafa verið á húsið, að sögn Halldórs Guðmundssonar forstjóra þess. „Þau hafa verið mjög íþyngjandi. Enda getur þú séð það sjálfur. Okkar eigin tekjur, sem hafa nú aukist mikið, eru kannski þúsund milljónir í fyrra. Fasteignagjöldin eru 390 milljónir. Það er enginn rekstur sem gefur það af sér að geta staðið undir svona einum skatti,“ segir Halldór. Málaferli hafa staðið milli rekstraraðila Hörpu og ríkis og borgar, sem eiga húsið, allt frá árinu 2011 vegna fasteignagjaldanna. Hæstiréttur sýknaði borgina í gær en dæmdi að fasteignamatið sem ríkið ákveður standist ekki lög. Tekjur hússins hafa vaxið jafn og þétt en um 1,7 milljónir manna komu í Hörpu í fyrra. En vegna fasteignagjaldanna hafa ríki og borg þurft að borga með húsinu um 170 milljónir króna á ári. Fasteignamatið miðast nú við byggingarkostnað hússins sem talinn er vera um 22 milljarðar króna en ekki við tekjumöguleika þess eins gildir t.d. um Kringluna. „Ég væri mjög feginn ef við hefðum verið metin með sama hætti. Því Kringlan og þessi hús eru metin út frá tekjumöguleikum sem þau hafa. Kringlan er að borga fjórum sinnum lægri fasteignagjöld en við á hvern fermetra,“ segir Halldór. Eftir dóm Hæstaréttar þurfi að endurmeta fasteignamatið frá árinu 2011.Hafið þið reiknað út hvað þið væruð þá að greiða í fasteignagjöld? „Það merkilega er ef horft er á tekjumatsvirðið verða þau alla vega helmingi lægri ef ekki meira. Það er eiginlega það sem menn hafa gengið útfrá allan tímann frá fyrstu áætlunum um þetta hús,“ segir hann. Sem væri á bilinu 150 til 200 milljónir króna í stað 390 milljóna. Ef það yrði niðurstaðan gæti Reykjavíkurborg þurft að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna í oftekin fasteignagjöld, eða sem svarar til allra tekna hússins í fyrra.Ef það yrði niðurstaðan, gæti reksturinn þá staðið undir sér? „Ég hef mikla trú á að hann geti það. Sérstaklega þegar hótelið er komið hérna og allar forsendur hafa verið uppfylltar. Því við höfum aukið okkar eigin tekjur um helming á tveimur og hálfu ári,“ segir Halldór Guðmundsson. En það er mjög sjaldgæft að menningarhús í líkingu við Hörpu í öðrum löndum standi ein og óstudd undir rekstri sínum. Tengdar fréttir Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Svo gæti farið að Reykjavíkurborg verði að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna vegna oftekinna fasteignagjalda á undanförnum árum. Forstjóri hússins segist glaður sætta sig við að sama reikniregla gilti um Hörpu og Kringluna við álagningu fasteignagjalda. Sex hundruð tónleikar voru haldnir í Hörpu í fyrra og þá eru ótaltar fjöldi ráðstefna og funda. En þótt mikið sé um að vera í húsinu á hverjum einasta degi ársins stendur reksturinn ekki undir gífurlegum fasteignagjöldum sem lögð hafa verið á húsið, að sögn Halldórs Guðmundssonar forstjóra þess. „Þau hafa verið mjög íþyngjandi. Enda getur þú séð það sjálfur. Okkar eigin tekjur, sem hafa nú aukist mikið, eru kannski þúsund milljónir í fyrra. Fasteignagjöldin eru 390 milljónir. Það er enginn rekstur sem gefur það af sér að geta staðið undir svona einum skatti,“ segir Halldór. Málaferli hafa staðið milli rekstraraðila Hörpu og ríkis og borgar, sem eiga húsið, allt frá árinu 2011 vegna fasteignagjaldanna. Hæstiréttur sýknaði borgina í gær en dæmdi að fasteignamatið sem ríkið ákveður standist ekki lög. Tekjur hússins hafa vaxið jafn og þétt en um 1,7 milljónir manna komu í Hörpu í fyrra. En vegna fasteignagjaldanna hafa ríki og borg þurft að borga með húsinu um 170 milljónir króna á ári. Fasteignamatið miðast nú við byggingarkostnað hússins sem talinn er vera um 22 milljarðar króna en ekki við tekjumöguleika þess eins gildir t.d. um Kringluna. „Ég væri mjög feginn ef við hefðum verið metin með sama hætti. Því Kringlan og þessi hús eru metin út frá tekjumöguleikum sem þau hafa. Kringlan er að borga fjórum sinnum lægri fasteignagjöld en við á hvern fermetra,“ segir Halldór. Eftir dóm Hæstaréttar þurfi að endurmeta fasteignamatið frá árinu 2011.Hafið þið reiknað út hvað þið væruð þá að greiða í fasteignagjöld? „Það merkilega er ef horft er á tekjumatsvirðið verða þau alla vega helmingi lægri ef ekki meira. Það er eiginlega það sem menn hafa gengið útfrá allan tímann frá fyrstu áætlunum um þetta hús,“ segir hann. Sem væri á bilinu 150 til 200 milljónir króna í stað 390 milljóna. Ef það yrði niðurstaðan gæti Reykjavíkurborg þurft að endurgreiða Hörpu allt að rúman milljarð króna í oftekin fasteignagjöld, eða sem svarar til allra tekna hússins í fyrra.Ef það yrði niðurstaðan, gæti reksturinn þá staðið undir sér? „Ég hef mikla trú á að hann geti það. Sérstaklega þegar hótelið er komið hérna og allar forsendur hafa verið uppfylltar. Því við höfum aukið okkar eigin tekjur um helming á tveimur og hálfu ári,“ segir Halldór Guðmundsson. En það er mjög sjaldgæft að menningarhús í líkingu við Hörpu í öðrum löndum standi ein og óstudd undir rekstri sínum.
Tengdar fréttir Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. 25. febrúar 2016 16:34