Minjastofnun ósátt með fyrirhugaða sameiningu Bjarki Ármannsson skrifar 29. febrúar 2016 11:54 Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun. Vísir/Anton Brink Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun, en starfsfólkið segir að sú sameining myndi leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds og bjóða heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum. Þetta segir í tilkynningu frá starfsfólki stofnunarinnar til fjölmiðla. Greint var frá því í síðustu viku að lagt væri til að sameina stofnanirnar í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Ný stofnun, Þjóðminjastofnun, yrði til og myndi allt að tíu prósenta hagræðing geta náðst innan áratugar með sameiningunni.Sjá einnig: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Í kjölfarið var greint frá því að enginn starfsmaður Minjastofnunar hefði séð lagafrumvarpið áður en það var sent til hagsmunaaðila. Forstöðumaður stofnunarinnar, sem átti sæti í stýrihópnum, þurfti að óska eftir því við ráðuneytið að fá frumvarpið sent. Í tilkynningu frá Minjastofnun í dag segir að ekki hafi verið vel staðið að undirbúningi málsins. „Má sem dæmi nefna að eftir að skipað var í stýrihóp um málið voru haldnir þrír fundir í hópnum áður en niðurstöður greiningar Capacent á stofnununum og tillögur að breyttri stofnanaskipan voru kynntar ráðherra,“ segir í tilkynningunni. „Stofnanirnar höfðu þá ekki fengið greiningarnar til umsagnar eða séð endanleg gögn Capacent.“Sjá einnig: Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Í tilkynningunni er einnig gerð athugasemd við það að Capacent hafi einungis verið falið að skoða sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar en að eðlilegra hefði verið að skoða fleiri kosti í víðara samhengi. Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar muni leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds þar sem einn forstöðumaður hefur yfir að ráða starfi höfuðsafns menningarminja í landinu, rannsóknum og stjórnsýslu menningararfs auk þess að úthluta fjármagni úr sjóðum. „Sameining Minjastofnunar og Þjóðminjasafns býður heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum sem meðal annars fela í sér stjórnsýslulegar umsagnir um erindi fyrirtækja sem styrkt hafa Þjóðminjasafnið og sýningar þess,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna að Minjastofnun hefur gefið umsagnir um breytingar á friðlýstri byggingu og fleiri verkefni í eigu umsvifamikils fasteignafyrirtækis sem Þjóðminjasafnið hefur nýverið gert leigusamning við um geymsluhúsnæði.“Tilkynningu starfsfólks Minjastofnunar má finna í viðhengi við þessa frétt. Tengdar fréttir Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00 Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun, en starfsfólkið segir að sú sameining myndi leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds og bjóða heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum. Þetta segir í tilkynningu frá starfsfólki stofnunarinnar til fjölmiðla. Greint var frá því í síðustu viku að lagt væri til að sameina stofnanirnar í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Ný stofnun, Þjóðminjastofnun, yrði til og myndi allt að tíu prósenta hagræðing geta náðst innan áratugar með sameiningunni.Sjá einnig: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Í kjölfarið var greint frá því að enginn starfsmaður Minjastofnunar hefði séð lagafrumvarpið áður en það var sent til hagsmunaaðila. Forstöðumaður stofnunarinnar, sem átti sæti í stýrihópnum, þurfti að óska eftir því við ráðuneytið að fá frumvarpið sent. Í tilkynningu frá Minjastofnun í dag segir að ekki hafi verið vel staðið að undirbúningi málsins. „Má sem dæmi nefna að eftir að skipað var í stýrihóp um málið voru haldnir þrír fundir í hópnum áður en niðurstöður greiningar Capacent á stofnununum og tillögur að breyttri stofnanaskipan voru kynntar ráðherra,“ segir í tilkynningunni. „Stofnanirnar höfðu þá ekki fengið greiningarnar til umsagnar eða séð endanleg gögn Capacent.“Sjá einnig: Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Í tilkynningunni er einnig gerð athugasemd við það að Capacent hafi einungis verið falið að skoða sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar en að eðlilegra hefði verið að skoða fleiri kosti í víðara samhengi. Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar muni leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds þar sem einn forstöðumaður hefur yfir að ráða starfi höfuðsafns menningarminja í landinu, rannsóknum og stjórnsýslu menningararfs auk þess að úthluta fjármagni úr sjóðum. „Sameining Minjastofnunar og Þjóðminjasafns býður heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum sem meðal annars fela í sér stjórnsýslulegar umsagnir um erindi fyrirtækja sem styrkt hafa Þjóðminjasafnið og sýningar þess,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna að Minjastofnun hefur gefið umsagnir um breytingar á friðlýstri byggingu og fleiri verkefni í eigu umsvifamikils fasteignafyrirtækis sem Þjóðminjasafnið hefur nýverið gert leigusamning við um geymsluhúsnæði.“Tilkynningu starfsfólks Minjastofnunar má finna í viðhengi við þessa frétt.
Tengdar fréttir Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00 Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00
Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03