Minjastofnun ósátt með fyrirhugaða sameiningu Bjarki Ármannsson skrifar 29. febrúar 2016 11:54 Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun. Vísir/Anton Brink Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun, en starfsfólkið segir að sú sameining myndi leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds og bjóða heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum. Þetta segir í tilkynningu frá starfsfólki stofnunarinnar til fjölmiðla. Greint var frá því í síðustu viku að lagt væri til að sameina stofnanirnar í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Ný stofnun, Þjóðminjastofnun, yrði til og myndi allt að tíu prósenta hagræðing geta náðst innan áratugar með sameiningunni.Sjá einnig: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Í kjölfarið var greint frá því að enginn starfsmaður Minjastofnunar hefði séð lagafrumvarpið áður en það var sent til hagsmunaaðila. Forstöðumaður stofnunarinnar, sem átti sæti í stýrihópnum, þurfti að óska eftir því við ráðuneytið að fá frumvarpið sent. Í tilkynningu frá Minjastofnun í dag segir að ekki hafi verið vel staðið að undirbúningi málsins. „Má sem dæmi nefna að eftir að skipað var í stýrihóp um málið voru haldnir þrír fundir í hópnum áður en niðurstöður greiningar Capacent á stofnununum og tillögur að breyttri stofnanaskipan voru kynntar ráðherra,“ segir í tilkynningunni. „Stofnanirnar höfðu þá ekki fengið greiningarnar til umsagnar eða séð endanleg gögn Capacent.“Sjá einnig: Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Í tilkynningunni er einnig gerð athugasemd við það að Capacent hafi einungis verið falið að skoða sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar en að eðlilegra hefði verið að skoða fleiri kosti í víðara samhengi. Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar muni leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds þar sem einn forstöðumaður hefur yfir að ráða starfi höfuðsafns menningarminja í landinu, rannsóknum og stjórnsýslu menningararfs auk þess að úthluta fjármagni úr sjóðum. „Sameining Minjastofnunar og Þjóðminjasafns býður heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum sem meðal annars fela í sér stjórnsýslulegar umsagnir um erindi fyrirtækja sem styrkt hafa Þjóðminjasafnið og sýningar þess,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna að Minjastofnun hefur gefið umsagnir um breytingar á friðlýstri byggingu og fleiri verkefni í eigu umsvifamikils fasteignafyrirtækis sem Þjóðminjasafnið hefur nýverið gert leigusamning við um geymsluhúsnæði.“Tilkynningu starfsfólks Minjastofnunar má finna í viðhengi við þessa frétt. Tengdar fréttir Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00 Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun, en starfsfólkið segir að sú sameining myndi leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds og bjóða heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum. Þetta segir í tilkynningu frá starfsfólki stofnunarinnar til fjölmiðla. Greint var frá því í síðustu viku að lagt væri til að sameina stofnanirnar í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Ný stofnun, Þjóðminjastofnun, yrði til og myndi allt að tíu prósenta hagræðing geta náðst innan áratugar með sameiningunni.Sjá einnig: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Í kjölfarið var greint frá því að enginn starfsmaður Minjastofnunar hefði séð lagafrumvarpið áður en það var sent til hagsmunaaðila. Forstöðumaður stofnunarinnar, sem átti sæti í stýrihópnum, þurfti að óska eftir því við ráðuneytið að fá frumvarpið sent. Í tilkynningu frá Minjastofnun í dag segir að ekki hafi verið vel staðið að undirbúningi málsins. „Má sem dæmi nefna að eftir að skipað var í stýrihóp um málið voru haldnir þrír fundir í hópnum áður en niðurstöður greiningar Capacent á stofnununum og tillögur að breyttri stofnanaskipan voru kynntar ráðherra,“ segir í tilkynningunni. „Stofnanirnar höfðu þá ekki fengið greiningarnar til umsagnar eða séð endanleg gögn Capacent.“Sjá einnig: Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Í tilkynningunni er einnig gerð athugasemd við það að Capacent hafi einungis verið falið að skoða sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar en að eðlilegra hefði verið að skoða fleiri kosti í víðara samhengi. Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar muni leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds þar sem einn forstöðumaður hefur yfir að ráða starfi höfuðsafns menningarminja í landinu, rannsóknum og stjórnsýslu menningararfs auk þess að úthluta fjármagni úr sjóðum. „Sameining Minjastofnunar og Þjóðminjasafns býður heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum sem meðal annars fela í sér stjórnsýslulegar umsagnir um erindi fyrirtækja sem styrkt hafa Þjóðminjasafnið og sýningar þess,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna að Minjastofnun hefur gefið umsagnir um breytingar á friðlýstri byggingu og fleiri verkefni í eigu umsvifamikils fasteignafyrirtækis sem Þjóðminjasafnið hefur nýverið gert leigusamning við um geymsluhúsnæði.“Tilkynningu starfsfólks Minjastofnunar má finna í viðhengi við þessa frétt.
Tengdar fréttir Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00 Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00
Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03