Minjastofnun ósátt með fyrirhugaða sameiningu Bjarki Ármannsson skrifar 29. febrúar 2016 11:54 Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun. Vísir/Anton Brink Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun, en starfsfólkið segir að sú sameining myndi leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds og bjóða heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum. Þetta segir í tilkynningu frá starfsfólki stofnunarinnar til fjölmiðla. Greint var frá því í síðustu viku að lagt væri til að sameina stofnanirnar í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Ný stofnun, Þjóðminjastofnun, yrði til og myndi allt að tíu prósenta hagræðing geta náðst innan áratugar með sameiningunni.Sjá einnig: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Í kjölfarið var greint frá því að enginn starfsmaður Minjastofnunar hefði séð lagafrumvarpið áður en það var sent til hagsmunaaðila. Forstöðumaður stofnunarinnar, sem átti sæti í stýrihópnum, þurfti að óska eftir því við ráðuneytið að fá frumvarpið sent. Í tilkynningu frá Minjastofnun í dag segir að ekki hafi verið vel staðið að undirbúningi málsins. „Má sem dæmi nefna að eftir að skipað var í stýrihóp um málið voru haldnir þrír fundir í hópnum áður en niðurstöður greiningar Capacent á stofnununum og tillögur að breyttri stofnanaskipan voru kynntar ráðherra,“ segir í tilkynningunni. „Stofnanirnar höfðu þá ekki fengið greiningarnar til umsagnar eða séð endanleg gögn Capacent.“Sjá einnig: Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Í tilkynningunni er einnig gerð athugasemd við það að Capacent hafi einungis verið falið að skoða sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar en að eðlilegra hefði verið að skoða fleiri kosti í víðara samhengi. Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar muni leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds þar sem einn forstöðumaður hefur yfir að ráða starfi höfuðsafns menningarminja í landinu, rannsóknum og stjórnsýslu menningararfs auk þess að úthluta fjármagni úr sjóðum. „Sameining Minjastofnunar og Þjóðminjasafns býður heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum sem meðal annars fela í sér stjórnsýslulegar umsagnir um erindi fyrirtækja sem styrkt hafa Þjóðminjasafnið og sýningar þess,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna að Minjastofnun hefur gefið umsagnir um breytingar á friðlýstri byggingu og fleiri verkefni í eigu umsvifamikils fasteignafyrirtækis sem Þjóðminjasafnið hefur nýverið gert leigusamning við um geymsluhúsnæði.“Tilkynningu starfsfólks Minjastofnunar má finna í viðhengi við þessa frétt. Tengdar fréttir Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00 Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Starfsfólk Minjastofnunar Íslands ítrekar óánægju sína með þau áform forsætisráðuneytisins að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun, en starfsfólkið segir að sú sameining myndi leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds og bjóða heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum. Þetta segir í tilkynningu frá starfsfólki stofnunarinnar til fjölmiðla. Greint var frá því í síðustu viku að lagt væri til að sameina stofnanirnar í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Ný stofnun, Þjóðminjastofnun, yrði til og myndi allt að tíu prósenta hagræðing geta náðst innan áratugar með sameiningunni.Sjá einnig: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Í kjölfarið var greint frá því að enginn starfsmaður Minjastofnunar hefði séð lagafrumvarpið áður en það var sent til hagsmunaaðila. Forstöðumaður stofnunarinnar, sem átti sæti í stýrihópnum, þurfti að óska eftir því við ráðuneytið að fá frumvarpið sent. Í tilkynningu frá Minjastofnun í dag segir að ekki hafi verið vel staðið að undirbúningi málsins. „Má sem dæmi nefna að eftir að skipað var í stýrihóp um málið voru haldnir þrír fundir í hópnum áður en niðurstöður greiningar Capacent á stofnununum og tillögur að breyttri stofnanaskipan voru kynntar ráðherra,“ segir í tilkynningunni. „Stofnanirnar höfðu þá ekki fengið greiningarnar til umsagnar eða séð endanleg gögn Capacent.“Sjá einnig: Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Í tilkynningunni er einnig gerð athugasemd við það að Capacent hafi einungis verið falið að skoða sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar en að eðlilegra hefði verið að skoða fleiri kosti í víðara samhengi. Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar muni leiða til óeðlilegrar samþjöppunar valds þar sem einn forstöðumaður hefur yfir að ráða starfi höfuðsafns menningarminja í landinu, rannsóknum og stjórnsýslu menningararfs auk þess að úthluta fjármagni úr sjóðum. „Sameining Minjastofnunar og Þjóðminjasafns býður heim hættu á margvíslegum hagsmunaárekstrum sem meðal annars fela í sér stjórnsýslulegar umsagnir um erindi fyrirtækja sem styrkt hafa Þjóðminjasafnið og sýningar þess,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna að Minjastofnun hefur gefið umsagnir um breytingar á friðlýstri byggingu og fleiri verkefni í eigu umsvifamikils fasteignafyrirtækis sem Þjóðminjasafnið hefur nýverið gert leigusamning við um geymsluhúsnæði.“Tilkynningu starfsfólks Minjastofnunar má finna í viðhengi við þessa frétt.
Tengdar fréttir Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00 Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Stýrihópur forsætisráðherra leggur þetta til í nýju frumvarpi. 22. febrúar 2016 19:00
Sáu ekki frumvarpið áður en það var sent Minjastofnun var ekki kynnt frumvarp um sameiningu Minjastofnunar og Þjóðminjasafnsins áður en það var sent til hagsmunaaðila síðdegis í gær. 23. febrúar 2016 18:03
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent