Ritari „falsaða“ skjalsins hafnar kenningum Vigdísar Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 13:46 Samningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Vísir Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem hélt utan um ritvinnslu á samningi sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður sagði í morgun sönnun á því að skjalafals hefði átt sér stað í fjármálaráðuneytinu, útskýrir í tilkynningu til fjölmiðla hvers vegna svo virðist sem ákvæði í samningnum vanti. Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/AntonSamningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Lesendur töldu margir að um einfalda misritun væri að ræða, vísa ætti til liðs 3.2 (b) en ekki 4.2 (b) sem hvergi er til staðar. Jóhannes Karl staðfestir nú að þannig er í pottinn búið. „Í upphafi þriðju greinar samningsins er vísað til gr. 4.2 (b) en af efnislegu samhengi sést að þar er verið að vísa til svokallaðs viðbótarskuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla. Um þetta er fjallað í gr. 3.2 (b) og er þetta því augljós misritun,“ segir meðal annars í tilkynningu Jóhannesar Karls. „Í mínum fórum eru til fyrri drög að þessu skjali og þar sést að endanleg þriðja grein var áður sú fjórða. Ein féll niður frá fyrri drögum. Við lokagerð skjalsins hafði því tilvísunin á milli greina ekki verið uppfærð, en það hafði reyndar verið gert á öðrum stöðum í skjalinu. Á þessu bera starfsmenn Fjármálaráðuneytisins enga ábyrgð, en málið er vonandi hér með upplýst.“- verið er að tala um að hugsanleg innsláttarvilla sé í gögnunum - ég á nóg af gögnum sem sanna fitl og ósamræmi - það verður að rannsaka alla einkavæðinguna hina síðariPosted by Vigdís Hauksdóttir on 10. febrúar 2016 Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem hélt utan um ritvinnslu á samningi sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður sagði í morgun sönnun á því að skjalafals hefði átt sér stað í fjármálaráðuneytinu, útskýrir í tilkynningu til fjölmiðla hvers vegna svo virðist sem ákvæði í samningnum vanti. Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/AntonSamningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Lesendur töldu margir að um einfalda misritun væri að ræða, vísa ætti til liðs 3.2 (b) en ekki 4.2 (b) sem hvergi er til staðar. Jóhannes Karl staðfestir nú að þannig er í pottinn búið. „Í upphafi þriðju greinar samningsins er vísað til gr. 4.2 (b) en af efnislegu samhengi sést að þar er verið að vísa til svokallaðs viðbótarskuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla. Um þetta er fjallað í gr. 3.2 (b) og er þetta því augljós misritun,“ segir meðal annars í tilkynningu Jóhannesar Karls. „Í mínum fórum eru til fyrri drög að þessu skjali og þar sést að endanleg þriðja grein var áður sú fjórða. Ein féll niður frá fyrri drögum. Við lokagerð skjalsins hafði því tilvísunin á milli greina ekki verið uppfærð, en það hafði reyndar verið gert á öðrum stöðum í skjalinu. Á þessu bera starfsmenn Fjármálaráðuneytisins enga ábyrgð, en málið er vonandi hér með upplýst.“- verið er að tala um að hugsanleg innsláttarvilla sé í gögnunum - ég á nóg af gögnum sem sanna fitl og ósamræmi - það verður að rannsaka alla einkavæðinguna hina síðariPosted by Vigdís Hauksdóttir on 10. febrúar 2016
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09