Flóttabörn upplifa sig ósýnileg: „Enginn hefur spurt mig hvernig mér líður“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. febrúar 2016 15:40 Margt má betur fara í þjónustu við flóttabörn hér á landi, að því er fram kemur í nýrri MA-rannsókn. Vísir/Vilhelm Margt er vel unnið í þjónustu við flóttabörn hér á landi en margt annað má betur fara. Börnin eru að mörgu leyti ósýnileg í ferlinu og finnast þau hafa fá tækifæri til að tjá skoðun sína. Þeim finnst mjög mikilvægt að aðlagast félagslega en óvissa á meðan beðið er svars um dvalarleyfi getur virkað bæði hvetjandi og letjandi á frammistöðu barnanna í skóla. Þetta er meðal helstu niðurstaðna MA-rannsóknar Helgu Guðmundsdóttur við Háskóla Íslands sem kynnt var á málþingi Unicef um flóttabörn á Íslandi í dag. Helga ræddi við tólf börn og tíu foreldra sem ýmist hafa fengið dvalarleyfi hér á landi eða bíða niðurstöðu umsóknar um alþjóðlega vernd. „Það er mikilvægt að taka vel á móti þessum fjölskyldum frá upphafi fyrst og fremst út frá mannúð og virðingu við fjölskyldunar og svo þeim líði vel, en einnig má líta til þess að þær eru mannauður Íslands,“ sagði Helga við lok erindis síns á fundinum í Þjóðminjasafninu í dag. „Ég held að það þurfi að rannsaka allt sem viðkemur hælismálum á Íslandi betur.“„Enginn hefur spurt mig hvernig mér líður“ Helga telur út frá viðtölunum við börnin að þau séu „hálfósýnileg í umsóknarferlinu“, en það kemur fram í viðtölunum að nær eingöngu er talað við foreldra þeirra. Einnig er barnvæn aðstaða ekki til staðar hjá öllum þjónustuaðilum og eru börnin þvi stundum látin bíða á göngum og öðrum óspennandi stöðum án aðstöðu fyrir börn. „Enginn hefur spurt mig hvernig mér líður,“ sagði eitt barnið. Helga segir þörf á formlegu mati á andlegri líðan barna og foreldra sem sækja um alþjóðlega vernd, en mörg barnanna sem hún ræddi við lýstu vanlíðan og sögðust gráta mikið. Hún segir þau hafa áhyggjur af framtíðinni, fjölskyldu heima fyrir og líðan foreldra sinna. Eldri börnin upplifi áhyggjur vegna biðar eftir svari við umsókn en yngri börnin upplifi áhyggjurnar frekar í gegnum hegðun foreldra sinna. „Börnin vita oft meira um það sem er að gerast en við höldum að þau viti,“ segir Helga.Þéttsetið var á málþingi Unicef um flóttabörn á Íslandi.Vísir/BjarkiVar ekkert fyrr en hún var nemandi Mörg barnanna sem Helga ræddi við lýstu yfir mikilli ánægju með að vera í skóla á Íslandi. Kennararnir fengu mikið lof, sem og aðstaðan. Til að mynda voru börnin ekki vön því að fá sundkennslu heima fyrir. Þeim finnst mjög mikilvægt að fá að fara í skólann og mynda tengsl við önnur börn. „Það var mikið álag að bíða eftir að fá að fara í skólann,“ sagði eitt barnið. Þá segir Helga eitt foreldri hafa brostið í grát þegar hún sagði henni frá orðum barnsins síns eftir fyrsta skóladaginn á Íslandi: „Núna er ég mjög ánægð því ég er nemandi ... þar til núna var ég ekkert.“ Hún segir sum börn leggja sérstaklega hart að sér í námi á meðan fjölskyldur þeirra biðu svars við umsókn sinni, í þeirri trú að það gæti hjálpað. En það kom einnig fram að langur biðtími gæti virkað letjandi á skólagönguna. Mikið þakklæti máti greina í máli fjölskyldnanna í garð Íslendinga. Þá sögðust börnin þakklát yfir því að fá að vera með fjölskyldu sinni á þessum álagstímum. „Þau hafa oft bara þennan fjölskyldukjarna sem þau geta leitað til,“ segir Helga. „Og þau átta sig á því.“ Tengdar fréttir Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06 Telati-fjölskyldan trúði ekki góðu fréttunum Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla við Ísland í gær. Þau trúðu ekki góðu fréttunum í fyrstu því þau höfðu búið sig undir það versta. Tíu þúsund skrifuðu undir undirskriftarsöf 23. janúar 2016 07:00 Skora á stjórnvöld að tryggja vernd flóttabarna sem annarra barna Forsvarsmenn Þroskahjálpar, Barnaheilla, ADHD samtakanna, Sjónarhóls og Umhyggju leggja áherslu á að öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eigi ávallt að njóta réttinda og verndar. 11. desember 2015 19:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Margt er vel unnið í þjónustu við flóttabörn hér á landi en margt annað má betur fara. Börnin eru að mörgu leyti ósýnileg í ferlinu og finnast þau hafa fá tækifæri til að tjá skoðun sína. Þeim finnst mjög mikilvægt að aðlagast félagslega en óvissa á meðan beðið er svars um dvalarleyfi getur virkað bæði hvetjandi og letjandi á frammistöðu barnanna í skóla. Þetta er meðal helstu niðurstaðna MA-rannsóknar Helgu Guðmundsdóttur við Háskóla Íslands sem kynnt var á málþingi Unicef um flóttabörn á Íslandi í dag. Helga ræddi við tólf börn og tíu foreldra sem ýmist hafa fengið dvalarleyfi hér á landi eða bíða niðurstöðu umsóknar um alþjóðlega vernd. „Það er mikilvægt að taka vel á móti þessum fjölskyldum frá upphafi fyrst og fremst út frá mannúð og virðingu við fjölskyldunar og svo þeim líði vel, en einnig má líta til þess að þær eru mannauður Íslands,“ sagði Helga við lok erindis síns á fundinum í Þjóðminjasafninu í dag. „Ég held að það þurfi að rannsaka allt sem viðkemur hælismálum á Íslandi betur.“„Enginn hefur spurt mig hvernig mér líður“ Helga telur út frá viðtölunum við börnin að þau séu „hálfósýnileg í umsóknarferlinu“, en það kemur fram í viðtölunum að nær eingöngu er talað við foreldra þeirra. Einnig er barnvæn aðstaða ekki til staðar hjá öllum þjónustuaðilum og eru börnin þvi stundum látin bíða á göngum og öðrum óspennandi stöðum án aðstöðu fyrir börn. „Enginn hefur spurt mig hvernig mér líður,“ sagði eitt barnið. Helga segir þörf á formlegu mati á andlegri líðan barna og foreldra sem sækja um alþjóðlega vernd, en mörg barnanna sem hún ræddi við lýstu vanlíðan og sögðust gráta mikið. Hún segir þau hafa áhyggjur af framtíðinni, fjölskyldu heima fyrir og líðan foreldra sinna. Eldri börnin upplifi áhyggjur vegna biðar eftir svari við umsókn en yngri börnin upplifi áhyggjurnar frekar í gegnum hegðun foreldra sinna. „Börnin vita oft meira um það sem er að gerast en við höldum að þau viti,“ segir Helga.Þéttsetið var á málþingi Unicef um flóttabörn á Íslandi.Vísir/BjarkiVar ekkert fyrr en hún var nemandi Mörg barnanna sem Helga ræddi við lýstu yfir mikilli ánægju með að vera í skóla á Íslandi. Kennararnir fengu mikið lof, sem og aðstaðan. Til að mynda voru börnin ekki vön því að fá sundkennslu heima fyrir. Þeim finnst mjög mikilvægt að fá að fara í skólann og mynda tengsl við önnur börn. „Það var mikið álag að bíða eftir að fá að fara í skólann,“ sagði eitt barnið. Þá segir Helga eitt foreldri hafa brostið í grát þegar hún sagði henni frá orðum barnsins síns eftir fyrsta skóladaginn á Íslandi: „Núna er ég mjög ánægð því ég er nemandi ... þar til núna var ég ekkert.“ Hún segir sum börn leggja sérstaklega hart að sér í námi á meðan fjölskyldur þeirra biðu svars við umsókn sinni, í þeirri trú að það gæti hjálpað. En það kom einnig fram að langur biðtími gæti virkað letjandi á skólagönguna. Mikið þakklæti máti greina í máli fjölskyldnanna í garð Íslendinga. Þá sögðust börnin þakklát yfir því að fá að vera með fjölskyldu sinni á þessum álagstímum. „Þau hafa oft bara þennan fjölskyldukjarna sem þau geta leitað til,“ segir Helga. „Og þau átta sig á því.“
Tengdar fréttir Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06 Telati-fjölskyldan trúði ekki góðu fréttunum Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla við Ísland í gær. Þau trúðu ekki góðu fréttunum í fyrstu því þau höfðu búið sig undir það versta. Tíu þúsund skrifuðu undir undirskriftarsöf 23. janúar 2016 07:00 Skora á stjórnvöld að tryggja vernd flóttabarna sem annarra barna Forsvarsmenn Þroskahjálpar, Barnaheilla, ADHD samtakanna, Sjónarhóls og Umhyggju leggja áherslu á að öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eigi ávallt að njóta réttinda og verndar. 11. desember 2015 19:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06
Telati-fjölskyldan trúði ekki góðu fréttunum Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla við Ísland í gær. Þau trúðu ekki góðu fréttunum í fyrstu því þau höfðu búið sig undir það versta. Tíu þúsund skrifuðu undir undirskriftarsöf 23. janúar 2016 07:00
Skora á stjórnvöld að tryggja vernd flóttabarna sem annarra barna Forsvarsmenn Þroskahjálpar, Barnaheilla, ADHD samtakanna, Sjónarhóls og Umhyggju leggja áherslu á að öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eigi ávallt að njóta réttinda og verndar. 11. desember 2015 19:17