Skora á stjórnvöld að tryggja vernd flóttabarna sem annarra barna Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2015 19:17 Í áskoruninni segir að öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eigi ávallt að njóta réttinda og verndar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA Forsvarsmenn Þroskahjálpar, Barnaheilla, ADHD samtakanna, Sjónarhóls og Umhyggju hafa ritað undir áskorun til stjórnvalda um „að fara að lögum, virða mannréttindi og tryggja vernd allra barna, ekki síst flóttabarna, langveikra og fatlaðra barna.“ Í tilkynningu frá samtökunum er vísað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi 2013, þar sem kveðið sé á um „afar mikilvæg mannréttindi sem öll börn skulu njóta sem og skyldur ríkja til að veita þeim vernd og forgangsraða í þágu barna.“ Samningurinn áréttar þá meginreglu sem einnig er viðurkennd í íslenskum lögum að stjórnvöld skuli í ákvörðunum sínum og aðgerðum sem varða börn ávallt hafa að leiðarljósi það sem er börnunum fyrir bestu. Samkvæmt sáttmálanum eiga börn sjálfstæð réttindi og ber yfirvöldum að virða þau. „Í 22. gr. Barnasáttmálans eru sérstök ákvæði varðandi skyldur ríkja til að tryggja börnum sem leita eftir réttarstöðu sem flóttamenn, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki. Þau eiga rétt á að fá „viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“ Í 24. gr. barnasáttmálans er kveðið á um viðurkenningu ríkja á rétti barns „til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar.“ Í 23. gr. barnasáttmálans er mælt fyrir um réttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að veita þeim fullnægjandi vernd og stuðning. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið vinnur nú að fullgildingu á, eru ýmis ákvæði er varða mannréttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að veita þeim margvíslega og fullnægjandi vernd og stuðning. Í 7. gr. samningsins eru sérstaklega áréttuð ýmis réttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að tryggja að þau fái notið þeirra. Við undirrituð skorum á hlutaðeigandi stjórnvöld að fara að lögum, virða ofangreind ákvæði og gæta sérstaklega að þeim skyldum sem af þeim leiða í allri meðferð mála og ákvarðanatöku er varðar börn. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest skal ávallt hafa það sem barni er fyrir bestu að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum þess. Öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eiga ávallt að njóta þessara réttinda og verndar,“ segir í tilkynningunni. Undir áskorunina rita þau Bryndís Snæbjörndóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna, Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar, Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Umhyggju, Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Tengdar fréttir Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32 „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Forsvarsmenn Þroskahjálpar, Barnaheilla, ADHD samtakanna, Sjónarhóls og Umhyggju hafa ritað undir áskorun til stjórnvalda um „að fara að lögum, virða mannréttindi og tryggja vernd allra barna, ekki síst flóttabarna, langveikra og fatlaðra barna.“ Í tilkynningu frá samtökunum er vísað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi 2013, þar sem kveðið sé á um „afar mikilvæg mannréttindi sem öll börn skulu njóta sem og skyldur ríkja til að veita þeim vernd og forgangsraða í þágu barna.“ Samningurinn áréttar þá meginreglu sem einnig er viðurkennd í íslenskum lögum að stjórnvöld skuli í ákvörðunum sínum og aðgerðum sem varða börn ávallt hafa að leiðarljósi það sem er börnunum fyrir bestu. Samkvæmt sáttmálanum eiga börn sjálfstæð réttindi og ber yfirvöldum að virða þau. „Í 22. gr. Barnasáttmálans eru sérstök ákvæði varðandi skyldur ríkja til að tryggja börnum sem leita eftir réttarstöðu sem flóttamenn, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki. Þau eiga rétt á að fá „viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“ Í 24. gr. barnasáttmálans er kveðið á um viðurkenningu ríkja á rétti barns „til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar.“ Í 23. gr. barnasáttmálans er mælt fyrir um réttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að veita þeim fullnægjandi vernd og stuðning. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið vinnur nú að fullgildingu á, eru ýmis ákvæði er varða mannréttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að veita þeim margvíslega og fullnægjandi vernd og stuðning. Í 7. gr. samningsins eru sérstaklega áréttuð ýmis réttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að tryggja að þau fái notið þeirra. Við undirrituð skorum á hlutaðeigandi stjórnvöld að fara að lögum, virða ofangreind ákvæði og gæta sérstaklega að þeim skyldum sem af þeim leiða í allri meðferð mála og ákvarðanatöku er varðar börn. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest skal ávallt hafa það sem barni er fyrir bestu að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum þess. Öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eiga ávallt að njóta þessara réttinda og verndar,“ segir í tilkynningunni. Undir áskorunina rita þau Bryndís Snæbjörndóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna, Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar, Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Umhyggju, Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Tengdar fréttir Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32 „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32
„Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00