Telja Viðlagatryggingu knýja fólk til uppgjafar Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Eins og sjá má er húsið að Friðarstöðum illa leikið. Húsið er nú óíbúðarhæft en hér má sjá eldhúsið. Mynd/aðsent Hjónin Diðrik Sæmundsson og Ingileif Kristjánsdóttir hafa frá árinu 2008 barist fyrir því að fá íbúðarhús sitt á Friðarstöðum við Hveragerði bætt að fullu eftir Suðurlandsskjálftann í lok maí það ár. Diðrik hefur lagt á annan tug milljóna í lögfræðikostnað.Innan úr FriðarstöðumÍbúðarhúsið að Friðarstöðum gjöreyðilagðist í jarðskjálftanum og hafa hjónin ávallt haldið uppi þeirri kröfu að húsið yrði bætt að fullu, eða því sem nemur brunabótamati hússins sem er um 22 milljónir króna. Viðlagatrygging hefur hins vegar haldið öðru fram allan þennan tíma. Nú er svo komið að dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á um 13 milljónir króna. Þann úrskurð hafa hjónin Diðrik og Ingileif kært til úrskurðarnefndar. „Það er nánast ekki hægt fyrir venjulegan launamann að standa í þessu, kostnaðurinn er það mikill,“ segir Diðrik. „Það bjargaði mér að ég átti peninga í erlendum verðbréfum. Það sem verið er að gera er að knýja fólk til að gefast upp með að þvæla málin of mikið. Það gerir enginn við þetta hús eins og það er og ég fullyrði að húsið mitt er meira skemmt en fleiri hús sem greidd voru út að fullu.“Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirHulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga, segir lengd málsins eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta mál hefur dregist þar sem uppi hefur verið ágreiningur um nær öll meginatriði málsins. Raunin er sú að stjórnsýslustigin í málum sem þessum eru þrjú; ákvörðun framkvæmdastjóra, úrskurður stjórnar og svo úrskurðarnefnd um Viðlagatryggingu Íslands. Á hverju stjórnsýslustigi eru bæði kynningarfrestir allra ákvarðana og kærufrestir upp í þrjá mánuði. Einnig er hægt að óska eftir frestum í málinu sem tjónþoli kann að hafa nýtt sér,“ segir Hulda Ragnheiður. „Úrvinnsla matsmanna er tímafrek í svona málum og þá sérstaklega þegar kemur að dómkvöddum mötum. Ég get ekki lagt mat á það hvort þetta mál hafi dregist fram úr hófi, en hver og einn tjónþoli hefur vissulega áhrif á ferlið sjálfur og tímalengd þess.“ Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Hjónin Diðrik Sæmundsson og Ingileif Kristjánsdóttir hafa frá árinu 2008 barist fyrir því að fá íbúðarhús sitt á Friðarstöðum við Hveragerði bætt að fullu eftir Suðurlandsskjálftann í lok maí það ár. Diðrik hefur lagt á annan tug milljóna í lögfræðikostnað.Innan úr FriðarstöðumÍbúðarhúsið að Friðarstöðum gjöreyðilagðist í jarðskjálftanum og hafa hjónin ávallt haldið uppi þeirri kröfu að húsið yrði bætt að fullu, eða því sem nemur brunabótamati hússins sem er um 22 milljónir króna. Viðlagatrygging hefur hins vegar haldið öðru fram allan þennan tíma. Nú er svo komið að dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á um 13 milljónir króna. Þann úrskurð hafa hjónin Diðrik og Ingileif kært til úrskurðarnefndar. „Það er nánast ekki hægt fyrir venjulegan launamann að standa í þessu, kostnaðurinn er það mikill,“ segir Diðrik. „Það bjargaði mér að ég átti peninga í erlendum verðbréfum. Það sem verið er að gera er að knýja fólk til að gefast upp með að þvæla málin of mikið. Það gerir enginn við þetta hús eins og það er og ég fullyrði að húsið mitt er meira skemmt en fleiri hús sem greidd voru út að fullu.“Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirHulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga, segir lengd málsins eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta mál hefur dregist þar sem uppi hefur verið ágreiningur um nær öll meginatriði málsins. Raunin er sú að stjórnsýslustigin í málum sem þessum eru þrjú; ákvörðun framkvæmdastjóra, úrskurður stjórnar og svo úrskurðarnefnd um Viðlagatryggingu Íslands. Á hverju stjórnsýslustigi eru bæði kynningarfrestir allra ákvarðana og kærufrestir upp í þrjá mánuði. Einnig er hægt að óska eftir frestum í málinu sem tjónþoli kann að hafa nýtt sér,“ segir Hulda Ragnheiður. „Úrvinnsla matsmanna er tímafrek í svona málum og þá sérstaklega þegar kemur að dómkvöddum mötum. Ég get ekki lagt mat á það hvort þetta mál hafi dregist fram úr hófi, en hver og einn tjónþoli hefur vissulega áhrif á ferlið sjálfur og tímalengd þess.“
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira