Flóttabarn vistað á Stuðlum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Margar milljónir barna eru á flótta í heiminum. Fylgdarlaus börn skortir úrræði hér á landi. vísir/EPA Fylgdarlausu börnin þrjú sem dvelja í móttökustöðinni eru allt drengir á aldrinum 14-16 ára, tveir afganskir og einn albanskur. Úrræðaleysi hefur einkennt hælismeðferð barnanna og því hafa þau gist með fullorðnum hælisleitendum. Þá hefur fylgdarlaust barn dvalið á meðferðarstofnuninni Stuðlum án þess að þurfa á slíkri vistun að halda. „Við verðum að mæta þessum börnum, gefa þeim tilfinningalega athygli,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um breytingar sem standa til á meðferð þeirra. „Við lýsum eftir heimilum sem vilja taka fylgdarlaus börn að sér til skemmri tíma. Þetta eru tiltölulega fá börn sem koma til landsins og það er ekki lausnin að búa til aðra stofnun fyrir þessi börn.“Bragi Guðbrandsson, forstjóri BarnaverndarstofuBragi segir einnig standa til að breyta fyrirkomulagi sem er á skýrslutökum af börnunum. „Eftir að börnin hafa verið aldursgreind og staðfest að þau eru börn þá á að vísa þeim í barnahús þar sem tekin verður af þeim ítarleg skýrsla. Það þarf að kalla eftir sögu þessara barna og ganga úr skugga um að þau séu ekki fórnarlömb mansals og í framhaldinu þarf að velja úrræði með tilliti til þess í hvernig ásigkomulagi þau eru.“ Guðríður Lára Þrastardóttir, héraðsdómslögmaður og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, segir móttökur og aðstæður flóttabarna sem koma til Íslands fylgdarlaus óásættanlegar og þótt hægt verði að vísa börnum til fjölskyldna þá verði líka að vera fyrir þau móttaka við hæfi. „Ég tel mjög gott ef börnin eru send til fjölskyldu. En að okkar mati þarf að vera til staðar sérstakt móttökuhús þar sem börnin dvelja þangað til fundin hefur verið fósturfjölskylda. Það vantar öruggan stað þar sem er gæsla, aðstoð og stuðningur fyrir þessa krakka. Mér finnst málefni fylgdarlausra barna, eins og staðan er í dag, einkennast af stefnuleysi og seinagangi.“Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá RKÍvísir/ernirGuðríður Lára segir fjölmargra úrbóta þörf og gagnrýnir aldursgreiningar á fylgdarlausum börnum. Greiningum geti skeikað um allt að fimm ár.“ Aldursgreiningar eru ónákvæmar aðferðir – þetta eru vísindalegar aðferðir en ónákvæmar og sá vísindalegi grunnur sem þær byggjast á er veikur af því að samanburðarhópurinn er börn frá Vesturlöndum en ekki börn frá þessum heimshlutum. Það skeikar iðulega árum í greiningunni, alveg upp í fimm ár. ldursgreiningarnar eru að mati Rauða krossins ekki nægilega marktækar rannsóknir til að unnt sé að byggja íþyngjandi ákvarðanir á þeim. Ég myndi vilja sjá barnaverndaryfirvöld taka afstöðu til þess hvaða aðferð er eðlilegt að nota við aldursgreiningu, að okkar mati þarf að breyta verklaginu og innleiða nútímalegri og manneskjulegri aðferðir við aldursgreiningar.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Fylgdarlausu börnin þrjú sem dvelja í móttökustöðinni eru allt drengir á aldrinum 14-16 ára, tveir afganskir og einn albanskur. Úrræðaleysi hefur einkennt hælismeðferð barnanna og því hafa þau gist með fullorðnum hælisleitendum. Þá hefur fylgdarlaust barn dvalið á meðferðarstofnuninni Stuðlum án þess að þurfa á slíkri vistun að halda. „Við verðum að mæta þessum börnum, gefa þeim tilfinningalega athygli,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um breytingar sem standa til á meðferð þeirra. „Við lýsum eftir heimilum sem vilja taka fylgdarlaus börn að sér til skemmri tíma. Þetta eru tiltölulega fá börn sem koma til landsins og það er ekki lausnin að búa til aðra stofnun fyrir þessi börn.“Bragi Guðbrandsson, forstjóri BarnaverndarstofuBragi segir einnig standa til að breyta fyrirkomulagi sem er á skýrslutökum af börnunum. „Eftir að börnin hafa verið aldursgreind og staðfest að þau eru börn þá á að vísa þeim í barnahús þar sem tekin verður af þeim ítarleg skýrsla. Það þarf að kalla eftir sögu þessara barna og ganga úr skugga um að þau séu ekki fórnarlömb mansals og í framhaldinu þarf að velja úrræði með tilliti til þess í hvernig ásigkomulagi þau eru.“ Guðríður Lára Þrastardóttir, héraðsdómslögmaður og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, segir móttökur og aðstæður flóttabarna sem koma til Íslands fylgdarlaus óásættanlegar og þótt hægt verði að vísa börnum til fjölskyldna þá verði líka að vera fyrir þau móttaka við hæfi. „Ég tel mjög gott ef börnin eru send til fjölskyldu. En að okkar mati þarf að vera til staðar sérstakt móttökuhús þar sem börnin dvelja þangað til fundin hefur verið fósturfjölskylda. Það vantar öruggan stað þar sem er gæsla, aðstoð og stuðningur fyrir þessa krakka. Mér finnst málefni fylgdarlausra barna, eins og staðan er í dag, einkennast af stefnuleysi og seinagangi.“Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá RKÍvísir/ernirGuðríður Lára segir fjölmargra úrbóta þörf og gagnrýnir aldursgreiningar á fylgdarlausum börnum. Greiningum geti skeikað um allt að fimm ár.“ Aldursgreiningar eru ónákvæmar aðferðir – þetta eru vísindalegar aðferðir en ónákvæmar og sá vísindalegi grunnur sem þær byggjast á er veikur af því að samanburðarhópurinn er börn frá Vesturlöndum en ekki börn frá þessum heimshlutum. Það skeikar iðulega árum í greiningunni, alveg upp í fimm ár. ldursgreiningarnar eru að mati Rauða krossins ekki nægilega marktækar rannsóknir til að unnt sé að byggja íþyngjandi ákvarðanir á þeim. Ég myndi vilja sjá barnaverndaryfirvöld taka afstöðu til þess hvaða aðferð er eðlilegt að nota við aldursgreiningu, að okkar mati þarf að breyta verklaginu og innleiða nútímalegri og manneskjulegri aðferðir við aldursgreiningar.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira