Innlent

Segja Íslandspóst svíkja loforð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Óánægja er með minni póstþjónustu.
Óánægja er með minni póstþjónustu. vísir/hörður
Sveitarstjórn Skaftárhrepps segir Íslandspóst ekki standa við loforð sem fyrirtækið hafi gefið í fyrra varðandi þjónustustig.

„Fyrir ári síðan voru póstkassar færðir með þeim loforðum að ekki yrði um frekari þjónustuskerðingu að ræða,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar þar sem harðlega er mótmælt boðaðri skerðingu á dreifingardögum Íslandspósts í dreifbýli. „Að íbúar í dreifbýli fá póst eingöngu tvisvar í viku aðra hverja viku og þrjá daga hina vikurnar er með öllu óásættanlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×