Innlent

Bið eftir grænum tunnum

Þórdís Valsdóttir skrifar
Borgarbúar geta ekki nálgast grænu tunnuna eins og stendur því límmiðar sem settir eru á tunnurnar eru ekki til.
Borgarbúar geta ekki nálgast grænu tunnuna eins og stendur því límmiðar sem settir eru á tunnurnar eru ekki til. vísir/anton
Borgarbúar geta ekki nálgast grænu tunnuna eins og stendur því límmiðar sem settir eru á tunnurnar eru ekki til. Að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra skrifstofu umhverfisgæða, kláruðust þessir tilteknu límmiðar og svo urðu veikindi starfsmanna á skrifstofunni þess valdandi að pöntun þeirra misfórst.

Dregist hefur að afhenda tunnur vegna þess hversu margar pantanir hafa borist eftir að Reykjavíkurborg hóf að auglýsa nýtt sorphirðufyrirkomulag og því getur orðið bið eftir ílátum.

Beðið er eftir nýrri sendingu af grænum tunnum, en þó eru enn til tunnur hjá borginni að sögn Guðmundar. „Við nýtum grænar tunnur sem við tókum úr notkun fyrir blandað sorp eftir að hafa þrifið þær.“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×