Innlent

Nýr meirihluti í Borgarbyggð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. Vísir/vilhelm
Fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa komið sér saman um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn en viðræður á milli flokkanna hafa staðið yfir frá því á fimmtudag þegar slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórninni.

Frá þeim tíma hafa átt sér stað þreifingar sem hafa skilað þeiri niðurstöðu að kjörnir fulltrúar fyrrgreindra framboða hafa komið sér saman um samstarfssáttmála sem unnið verður út frá það sem eftir lifir kjörtímabils.  

Stefnt er að sveitarstórnarfundi föstudaginn 19. febrúar n.k. og þar verður samstarfssáttmálinn kynntur auk þess sem að kosið verður í embætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×