Erlent

Sprengja sprakk í Stokkhólmi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/afp
Sprengja sprakk í tyrkneskri menningarmiðstöð skammt frá Stokkhólmi í Svíþjóð um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Engan sakaði og enginn hefur lýst árásinni á hendur sér. Samkvæmt vitnum var sprengingin afar hávær en rúður brotnuðu og mikinn reyk lagði frá húsinu.

Eitt vitni segist í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð mann fleygja einhverju inn í húsið, hugsanlega sprengju.

Enginn liggur undir grun lögreglu og hefur svæðinu verið lokað af tímabundið. Til átaka kom um síðastliðna helgi þegar Kúrdar héldu mótmælagöngu í hverfinu. Einn var skotinn og særðist alvarlega, en lögregla segir ekki ljóst hvort atburðirnir tengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×