Innlent

Flassari á ferli við Háteigsskóla

Jakob Bjarnar skrifar
Flassarinn tók til fótanna þegar skólaliða bar að en áður hafði hann berað sig fyrir þremur stúlkum.
Flassarinn tók til fótanna þegar skólaliða bar að en áður hafði hann berað sig fyrir þremur stúlkum.
Svo virðist vera sem pervert, svokallaður „flassari“ gangi laus og sé á ferli í Hlíðunum. Hann gerði vart við sig við Háteigsskóla nú í morgun hvar hann beraði sig fyrir þremur stúlkum í 4. bekk.

Þetta gerðist á bak við girðingu við frístundaheimili skólans, þegar var morgunhlé hjá nemendum, en samkvæmt tilkynningu sem skólastjóri hefur sent foreldrum brugðust börnin rétt við og kölluðu til stuðningsfulltrúa og skólaliða sem var ekki langt undan. Við svo búið hljóp maðurinn í burtu.

„Lögreglan var strax kölluð til og kannaði hún svæðið í kringum skólann. Stúlkurnar gáfu skólastjóra mjög greinargóða lýsingu á manninum og atvikinu. Lögreglubílar fóru síðan um Hlíðasvæðið til að leita að manninum. Í kjölfar lögreglumannanna kom rannsóknarlögreglumaður sem hefur með frekari rannsókn málsins að gera,“ segir í erindi skólastjórans sem þegar hefur rætt við foreldra barnanna sem urðu fyrir þessu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.