Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Basel í 3-0 sigri á Luzern í svissnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti keppnisleikur Birkis og félaga á árinu 2016.
Íslenski landsliðsmaðurinnn hefur nú gert fjögur mörk í deildinni á tímabilinu og sjö alls.
Birkir kom Basel yfir á 50. mínútu og þeir Matías Delgado og Renato Steffen bættu svo við mörkum áður en yfir lauk.
Basel er með gríðarlega yfirburði í svissnesku deildinni en liðið er með 12 stiga forystu á Grasshoppers þegar 19 umferðum er lokið.
